Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 16.07.2016 08:00 - 17.07.2016 21:00
Staðsetning:
 Reykhólahreppur - Vestfirðir
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Lítil og viðkvæm á með örfáum veiðistöðum, þarna er mikið af smábleikju úr sjó og slatti af laxi. Hylurinn undir veginum gaf best en nokkrir laxar sáust í hyl undir tengivirki. Fyrsti flugulaxinn kom á land og urðu þeir þrír þegar upp var staðið, það var 4,5 punda hrygna sem tók bleikt afbrigði af sjóbleikjuflugunni stirðu. Fékk fluguna reyndar í sporðinn eftir að hafa rokið upp í hana. Veit ekki hvort það telur. Næsti (5,5 pund) kom svo á lítinn rauðan Franches eftir að ég missti tvo á sömu flugu. Undir lok seinni dagsins, kom flottur 7 punda lax á rauðan Franches og ég þurfti að elta hann niður að sjó, hann stökk allur upp úr 5-6 sinnum, alveg trylltur. Nokkrar grillsjóbleikjur voru hirtar, allar frekar smáar. Sleppti alveg helling af þeim líka.

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbleikja60.5 Nei Stirða Undir brú
Lax12.2 Hrygna Nei Stirða Undir brú Fyrsti flugulaxinn
Lax12.8 Hængur Nei Rauður Frances Undir brú
Lax13.5 Hrygna Nei Rauður Frances Undir brú
Myndir

Geiralax
Geiradalsá, 16.07....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: