Veiðiferð skráð af: Sigurgeir Sigurpálsson

Veiðistaður

Dags:
 11.09.2016 08:30-21:00
Staðsetning:
 Rétt vestan við Hvolsvöll - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fór með félaga mínum á bændadaga. Vorum á svæði 5. Okkur gekk ekki neitt en svo sáum við nokkra bolta í Dýjanesstreng. Ég kastaði á einn 15+ punda fisk og sá að flugan fór aðeins út fyrir hann en hann fór á eftir henni og allt í einu fann ég að fiskur var á. Ég fór í svakalegan tilfinningarússíbana því ég hugsaði strax "JÁ! Náði að setja í bolta!!!" og sá svo að það var 3 punda lax á hjá mér og hugsaði strax "ÆI NEI!!!" en svo aftur "ÉG ER MEÐ LAX Á JESSSS!!!". Hann barðist talsvert um en stökk aldrei og það endaði með að ég strandaði honum á sandströnd þarna rétt hjá. Ég var mjög sáttu en hugsaði alltaf um þetta stóra sem ég hélt ég hefði sett í. Seinna um kvöldið þá setti ég í annan fisk en sá ekkert hvað ég hafði sett í en ég fann það. Úff ég fann það. Hann stökk aldrei heldur en barðist um heillengi. Eftir talsverða baráttu gaf hann færi á sér að vera háfaður upp og félagi minn greip það tækifæri. Ég held að fiskurinn hafi átt talsvert eftir ef þetta færi hefði ekki gefist. En sjitt hvað ég var sáttur. Hann var 7.4 kíló og 89 cm. Stuttu eftir þetta setti ég í annan bolta, ég missti hann eftir c.a. 10 mínútur og svo klukkutíma seinna setti ég í þriðja boltann en sá slapp eftir c.a. 5 mínútur. Ég fékk þónokkur kröftug högg líka þannig að það virðist vera mikið af stórlaxi þarna. Ég fór heim eftir daginn heldur betur sáttur með stærsta lax sem ég hef landað á ævinni.

Veður
veður Logn
Svalt (5°-9°)
Skúrir

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax11.556.0 Hrygna Nei Rauð Frances Dýjanesstrengur mjög lítil rauð frances með gullþríkrækju
Lax17.489.0 Hængur Nei Iða Dyjanesstrengur túpa
Myndir

Sigurgeirstorilax
Eystri Rangá, 11.0...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Stefán Georgsson 17.09.2016 kl. 10:24.
Flottur :) Fórstu eitthvað niður á Dýjanesbreiðuna, eða er fiskurinn fyrst og fremst þarna við höfðann?
Sigurgeir Sigurpálsson 17.09.2016 kl. 14:26.
Takk :-) nei fór ekkert þangað en spjallaði við einn sem var þar og hann var í sömu vandræðum og við þ.e.a.s að staðsetja fiskinn. Ef þú finnur hann þá geturðu espað hann upp til töku en ef þú finnur hann ekki þá þarftu að vinna með stórt svæði og espa til töku. Ef þú sérð fisk stökkva þá getur það verið 4-5 metra frá þar sem hann bunkast upp þannig að ekki vinna með of þröngt svæði þegar þú sérð það. Svo þegar þú færð töku þá skaltu pirra það svæði á fullu því þeir eru sjaldan einir á ferð þarna. Það er bara það mikið af fiski þarna. Svo er gott að skoða svæði með dauðu vatni. Þeir eru að hvíla sig og vilja ekki mikinn straum