Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 27.05.2018 06:30-12:00
Staðsetning:
 Þingvellir - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Ég er alltaf að skrá eftir á, veit ekki af hverju. Kannski þykist ég vera svona upptekinn maður. Það er alltaf gaman að reyna þjóðgarðinn í Maí, smá von á veiði, ekkert alltof mikil samt. En við erum að tala um mjög vænar bleikjur á þessum tíma. Ég ákvað að taka röltið á Lambhaga þar sem mér finnst oft vera mesta vonin þar á þessum tíma. Ég var fyrstur á staðinn sem kom mér á óvart, kannski voru kostningar að hafa áhrif á það sem stóðu yfir fram eftir kvöldi. Ég hef sjálfur oft verið fyrr á ferðinni. Það var mikið líf við vatnið, ég sá urriðan velta sér úti á vatni og kuðungableikjan sýndi sig líka töluvert utan kastfæris. Ég var búinn að kasta hinum ýmsu flugum í vel rúmlega klukkutíma þegar aðrir veiðimenn mættu á svæðið. Það var ekki fyrr en ég setti peacock undir að ég fékk bleikjuna til að taka, mér fannst hún vera lítil því hún tók ekki mikið í. Ég var reyndar síðast að veiða í Geirlandinu þar sem ég fékk meðal annars 94 cm birting og samanburðurinn auðvitað eitthvað að hafa áhrif á mig. En allt í einu tók hún góða roku og mér tókst að landa vænni kuðungableikju. Sumarið lofar mjög góðu, menn hafa verið að setja í flottar bleikjur mjög snemma á tímabilinu. Um kl 09:00 fór svo að rigna hressilega á mig og hvessa hraustlega. Ég ákvað að forða mér heim stuttu seinna, einstaklega sáttur með daginn.

Veður
veður Logn
Svalt (5°-9°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja11.2 Hrygna Nei Peacock Lambhagi
Myndir

Gopr0015
Þingvallavatn, 27....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: