Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 07.06.2018 06:30-19:00
Staðsetning:
 Þingvellir - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Við Sigurður Snillingur Sigurjóns mættum snemma í þjóðgarðinn, veðrið var frábært og allt leit mjög vel út. Ég prófaði nýja simms settið sem ég fékk á tilboði frá Veiðihorninu og líkaði mjög vel (vöðlur, skór, jakki, grifflur og derhúfa), reyndar held ég að ég kaupi ekkert annað hér eftir. Þetta fór frekar rólega af stað hjá okkur, en svo setti ég Pheasant Tail (Sawyer) dúlluna mína undir og þá byrjaði partýið. Ég náði að klófesta sjö bleikjur og meðalþyngdin var alveg lygileg. Ég er ekki viss um að ég hafi veitt svona vel af risableikjum í einni ferð áður á Þingvöllum, þó svo ég hafi oft gert þar frábæra veiði í ár og aldir. Á leiðinni til baka reyndi heldur betur á nýja Simms settið og ég held að derhúfan hafi bjargað lífi mínu, amk nefinu. Ég flaug svo hressilega í einu vaðinu með troðfullar hendur að ég fór með andiltið fyrst, nánast allur í kaf. Skemmst frá að segja hélst ég þurr og húfan kom jafnvel í veg fyrir að nefið lenti á grjóti sem stóð grunnt uppi við yfirborðið. Leitt með vöðlurnar, þar sér aðeins á þeim eftir fyrsta veiðidag, enda þokkalegt högg sem kom á sköflunginn. En samt sem áður, enginn leki..skál fyrir Simms. Myndi skála ef ég væri ekki svona djöfull þreyttur eftir þessa ferð.
En þetta kallast að eiga frábæran dag í veiði.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja11.1 Hrygna Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Bleikja11.7 Hrygna Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Bleikja11.8 Hrygna Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Bleikja22.0 Hrygna Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Bleikja12.2 Hængur Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Bleikja12.3 Hrygna Nei Pheasant tail Leirutá Sawyer no.12
Myndir

Swingvellir me%c3%b0 siggnu%cc%81si2
Þingvallavatn, 07....
Swingvellir me%c3%b0 siggnu%cc%81si
Þingvallavatn, 07....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: