Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 15.07.2018 22:00 - 17.07.2018 15:00
Staðsetning:
 Á snæfellsnesi - Vesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Við lögðum af stað á Sunnudeginum 15 júlí og áttum bókaða gistingu á Hótel Framnes á Grundarfirði. Við byrjuðum á að kíkja á HM úrslitin Frakkland Króatía á Cafe Emil, sennilegast vorum við einu íslendingarnir þar og stemmingin mjög skemmtileg þar sem þarna var allt fullt af frökkum og króötum. Eftir pizzuát ákváðum við svo að kíkja á stífluna um kvöldið og rétt æfa köstin, en fyrir utan eitt þungt högg á Heimasætuna var lítið um að vera. Þá var farið á hótelið og grýtt sér á koddann. Við vorum fjórir saman í þessari ferð, ég, Snævar Orri sonur minn, Daníel bróðir og Daníel Már nafni hans og sonur.
Ég vaknaði kl. 07:00, fékk mér morgunmat á hótelinu og skolaði af bílnum. Þegar ég kom til baka voru menn orðnir annsi spenntir Eftir smá umræðu voru allir sammála um að kíkja hraunsmegin í fjörðinn, það höfðum við aldrei prófað áður. Veðrið var æðislegt, smá gola og ágætlega hlýtt. Sólin var kannski örlítið feimin við okkur en kíkti þó aðeins.
Mikið var um flugu og við biðum eftir því að hún næði að setjast í færi við fiskinn, því hvorki leit hann við straumflugum né votflugum. Við réttar aðstæður gátum við notast við þurrfluguna og Danni bróðir setti fljótlega í væna bleikju. Hjá mér voru tökurnar mjög grannar. Bleikjan var í bullandi æti og þurfti ekkert að hafa fyrir hlutunum, við vorum ekki samkeppnishæfir. Við komumst fljótt að því að Royal Coachman þurrfluga var rétta agnið, þó leit hún einnig við Royal Wulf þótt tökurnar væru enn grennri. Þegar lygndi var vatnið nánast teppalagt af mýflugu og það var alveg ótrúleg sjón að sjá. Með örlítilli golu og gáru sköpuðust þó hárréttar aðstæður fyrir okkur, þá minnkaði aðeins magnið af flugu á yfirborðinu og bleikjan varð gráðugri. Þarna byrjuðu tökurnar fyrir alvöru og ég fékk sex fiska nánast í beit. Tökurnar voru alveg ótrúlega skemmtilegar, bleikjan tók fluguna og gersamlega negldi hana á yfirborðinu. Á tíma náði ég ekki að strekkja línuna því bleikjan var að djöflast í flugunni um leið og hún lenti á vatninu.
Það má segja að þetta hafi verið fullkominn veiðidagur, að veiða í fallegu umhverfi með nokkrum af mínum uppáhalds mannverum. Strákarnir okkar voru duglegir við veiðina og feðurnir stoltir, við höfum greinilega kennt þeim vel. Laxinn stökk út um allt en yfirleitt utan kastfæris, það var allt í lagi, við vorum heldur ekkert að eltast við hann.
Á Þriðjudeginum var sól og örlítið hvassara, við gátum ekki veitt með þurrflugu. Ein bleikja kom á lítinn Krók. Við sögðum þetta gott og héldum heim sáttir.


Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbleikja10.4 Hrygna Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Sjóbleikja10.7 Hrygna Nei Krókurinn Hraunið no 14
Sjóbleikja10.8 Hængur Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Sjóbleikja10.8 Hængur Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Sjóbleikja11.0 Hrygna Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Sjóbleikja11.3 Hængur Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Sjóbleikja11.8 Hrygna Nei Royal Coachman Hraunið Þurrfluga no 14
Myndir

Img 0544
Hraunsfjörður, 15....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: