Fór með Sigurði Bleikjubana á Strandir að eltast við sjóbleikju í á sem kennd er við Bjarnarfjörð. Við vissum sáralítið um svæðið en höfðum þó reynt að afla okkur upplýsinga. Við komum að kvöldi 21 ágúst og gistum á Hótel Laugarhóli sem staðsett er nánast við árbakkann. Um kvöldið tókum við góðan rúnt og skoðuðum vel alla veiðistaði í ánni, urðum þó ekki varir við neinn fisk. Við hittum svo bónda sem hafði verið að veiða á spón fram á kvöld en hafði ekkert upp úr krafsinu, dálítil svartsýni gerði vart við sig.
Kl. 07:00 daginn eftir var svo látið á þetta reyna, við byrjuðum niðri við ós og sáum eitthvað af fiski djöflast í yfirborðinu, en náðum þó ekki að kasta á torfuna. Fórum í morgunmat upp á hótel og brunuðum svo á efsta stað, en þar er glæsilegur hylur sem reyndar er í Goðadalsá rétt ofan við ármót Goða- og Sunnudalsár. Urðum varir við vænan fisk í hylnum sem elti. Berghylur heitir hann, hann er nokkuð langur með bröttum klettaveggjum sitthvoru megin við sem gerir hann erfiðan viðureignar. Við ákvaðum að brölta ofan við og ég kastaði straumflugu niður með straumnum, hann var á eftir nokkur köst og þetta var lax, greinilega mjög vænn. Í baráttunni við bæði strauminn og laxinn hafði hann betur og slapp frá mér. Ég ákvað að reyna hann aftur seinna.
Neðar í ánni fann Sigurður flotta breiðu sem geymdi slatta af bleikju, hann tók þrjá fiska í beit á "Bleik og Blá" púpuafbrigði. Eftir það fórum við að finna fisk hér og þar á þessum efstu veiðistöðum og enduðum með þrettán bleikjur samtals, sem er frábær veiði svona miðað við hversu lítið við vissum um svæðið. En það sem stóð upp úr þarna var náttúrufegurin, þetta er hin fullkomna á og passleg í alla staði. Við héldum heim heldur betur sáttir með daginn og komum að sjálfsögðu aftur. Við vorum meira að segja það sáttir að við ákváðum að gefa höfðingjanum í Goðadalsá frí, að minnsta kosti fram á næsta ár.
![]() |
Gola Hlýtt (10°-14°) Hálfskýjað |
Veiðimaður: Diddi Eðvarðs
Tegund | Fjöldi | Kg | Cm | Kyn | Sleppt? | Agn | Veiðistaður | Athugasemd |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sjóbleikja | 1 | 0.5 | Hrygna | Nei | Pheasant tail | Globrite kragi | ||
Sjóbleikja | 1 | 0.5 | Hængur | Nei | Pheasant tail | Globrite kragi | ||
Sjóbleikja | 1 | 0.7 | Hrygna | Nei | Pheasant tail | Globrite kragi | ||
Sjóbleikja | 1 | 0.7 | Hængur | Nei | Pheasant tail | Globrite kragi | ||
Sjóbleikja | 1 | 1.0 | Hængur | Nei | Heimasæta | Púpa | ||
Sjóbleikja | 1 | 1.2 | Hængur | Nei | Pheasant tail | Globrite kragi |
![]() Bjarnarfjarðará, 2... |
![]() Bjarnarfjarðará, 2... |