Köttur
Tegund: Fluga
Lýsing: Tekið af síðu pjetur.net sem hannaði Köttinn

"Hvernig kötturinn varð til.
Það var nokkrum dögum fyrir veiðitúr í Laxá í Laxárdal haustið 1996, að ég settist niður til að hnýta nokkrar flugur. Ég ætlaði að hnýta bjöllulíki sem ég hafði heyrt að gengi vel í Laxá á vandláta fiska. Bjöllulíkið var þannig hnýtt að bucktail var hnýtt niður, endarnir lausir snúa fram og síðan lagt aftur yfir og snyrt að framan. Ég brá þræðinum á og hnýtti niður hárvöndul, lagði hárin aftur yfir, hnýtti og sá þá að þetta var auðvitað alveg kolvitlaust, snéri allt í öfuga átt. En bíddu nú við, þetta var ekki svo vitlaus fluga, bætum við augum og setjum svolítið glitrandi inn á milli stélháranna... flugan var fædd.
Þegar hún lá þarna frágengin á borðinu hjá mér, kom sonur minn til mín leit á verkið og sagði, "Pabbi þetta er eins og lítill köttur". þá var líka nafnið komið!"
Uppskrift:
Uppskriftin:
Öngull Tvíkrækja (Partridge P-10.. P-6), Einkrækja, Streamer 10 - 4 (Mustad 79580)
Stél Tvinnaður marglitur tinsel Madeira-370/375 (luraflash, silfur/blár)
Búkur Svart Bucktail/Kálfshali/Geitahár/íkornahár
Haus Tilbúin augu (micro) eða keðja
Tvinni Sami litur og á búk

Virkar í: Silung, Sjóbirting
Myndir
384 kottur yellow
Köttur
384 kottur veidivotn
Köttur
384 kotturoracnge
Köttur
384 kotturblack
Köttur
Vinsæl í: