Svarti sauðurinn
Tegund: Fluga
Lýsing: Þó þessari svipi til Sprellans hans Engilbert Jensen, þá er hér ekkert CDC eða Ethafoam á ferðinni, aðeins einföld þurrfluga sem virkar. Liggur skemmtilega á vatni, meira að segja í gáru og auðvelt að sökkva henni með því að kippa snaggaralega í línuna. Frauðið gerir það síðan að verkum að hún skýst upp aftur sé slakað á inndrættinum. Gárar skemmtilega. Höf: Kristján Friðriksson
Uppskrift: Venjulegur silungaöngull nr.14 - 16 Stutthærð svört hanafjöður hringvafinn aftur og fram og afgangurinn ekki kliptur af. Hæfilegur vængur klipptur út úr umbúðafrauði (þessu sem fylgir oft með tölvuíhlutum)og honum tyllt niður á hringvafningin. Festur með 3-4 hnútum og afgangurinn af fjöðrinni færð upp og fest ofan á vænginn eins og tagl. Fest vel niður og sparlega lakkað yfir hausinn. Passið að lakkið snerti ekki vængefnið.
Virkar í: Silung
Myndir
Svarti saudurinn
Svarti sauðurinn
Skráður afli:
Meðalfellsvatn(1)
Vinsæl í:
Meðalfellsvatn