Vorveiði
31.03.2009 kl. 10:14
Núna fer að styttast í vorveiðina en allmörg vötn opna 1.apríl næstkomandi, m.a. Vífilstaðavatn og Meðalfellsvatn og svo hefst veiði einnig í Hraunsfirðinum á Snæfellsnesinu. Einnig er ágætis kostur að kíkja í Hafravatn fyrir þá sem eru á höfuðborgarsvæðinu og taka stuttan túr. Í vetur hefur verið unnið að uppfærslu á Veiðibók.is sem verður sett inn á næstu dögum. Í framhaldi af því verður farið í útlitsbreytingar á síðunni.