Ný útgáfa Veiðibókar
12.05.2009 kl. 21:48

Veiðibók.is var opnað fyrir rétt tæpu ári síðan. Nú lítur önnur útgáfa vefsins líti dagsins ljós. Breytingarnar sem eru núna settar í loftið eru það umfangsmiklar að erfitt er að birta tæmandi upptalningu á þeim hér. Helstu nýjungar eru:

  • Nýtt útlit leysir gamla bráðabirgðaútlitið af hólmi.
  • Hægt er að skrá veiðifélög og veiðihópa. Hægt er að skrá sameiginlega veiðiferð veiðifélags og einstakir félagsmenn geta síðan skráð sinn afla í ferðinni.
  • Notendur geta gerst veiðivinir.
  • Þægilegra er að setja inn myndir við veiðiferðir og veiðistaði.
  • Margt, margt fleira
Við viljum þakka þeim sem hafa notað vefinn undanfarið ár og sérstaklega þeim sem sendu okkur athugasemdir og ábendingar. Við hvetjum ykkur til að prófa nýja vefinn og ekki hika við að láta okkur vita hvað ykkur finnst!