13.03.2010 kl. 15:21
Veiðibók.is og Mokveiði hófu samstarf nýlega. Nú er hægt að kaupa frá Mokveiði þær flugur sem eru skráðar í Veiðibók. Frekara samstarf er fyrirhugað á næstunni.
Gervihnattakort af veiðistöðum birtast nú sjálfkrafa ef skráð eru GPS-hnit fyrir þá.
Nú er hægt að skrá hnýtingaruppskriftir og -leiðbeiningar fyrir flugur. Vafalaust mun þetta nýtast fluguhnýtingarmönnum vel.
Margar aðrar breytingar og bætur hafa verið gerðar en ekki verður birtur tæmandi listi yfir þær hér.
Fleiri viðbætur eru fyrirhugaðar á næstunni, þar á meðal tenging við Facebook og fleiri spennandi hlutir. Stefnt er að því að þær fari í loftið fyrir byrjun veiðitímabilsins í apríl.