02.04.2011 kl. 11:47
Í gær hófst veiðitímabilið og gekk veiði vel á ýmsum stöðum. Á heimasíðu
Veiðikortsins er greint frá góðri veiði í
Meðalfellsvatn en öllu rólegra hafi verið í
Vífilsstaðavatn. Það getur verið athyglisvert fyrir þá sem ætla að kíkja í veiði á næstunni að skoða veiðistaðinn hér á Veiðibók.is áður en lagt er af stað. Þar má m.a. sjá hvaða flugur hafa gefið flesta fiska í þessum vötnum. Eins getur verið gagnlegt að skoða gamlar veiðiferðir í þessi vötn. Í l
istanum yfir veiðiferðir í Vífilsstaðavatn eru þó nokkrar vor veiðiferðir skráðar seinustu árin. Ef maður skoðar í gegnum þær er hægt að sjá að bleikjan hefur m.a. verið að taka
Orange Nobbler og
Hvítan Nobbler í apríl. Í
listanum yfir veiðiferðir í Meðalfellsvatn eru færri vorveiðiferðir skráðar en í þeim virðist helst Mýslan og
Pheasant Tail hafa verið að gefa fisk.
Samstarf okkar við Veiðikortið um skráningu veiðiskýrslna heldur áfram á þessu ári. Handhafar Veiðikortsins 2011 skrá númer kortsins í prófíl á Veiðibók og skila síðan veiðiskýrslum rafrænt að loknum veiðiferðum í vötn Veiðikortsins. Athugið að notendur með skráð númer Veiðikorts 2010 þurfa að uppfæra það með númeri á nýja kortinu.