Veiðiferð skráð af: Trausti Hafliðason

Veiðistaður

Dags:
 16.08.2011 09:00-21:30
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Fór með Karli Tómassyni frænda mínum í á Ferjukotseyrarnar í Hvíta í Borgarfirði. Kalli missti fallegan sjóbirting, sem tók silfraðan toby, á fyrri vaktinni en annars var lítið að gerast á henni.

Aðeins líflegra var á seinni vaktinni þá sáum við lax og birting stökkva. Kalli setti í fallegan lax, líklega 7-8 pund. Eftir um það bil korters slag þar sem hjólið var mikið að stríða Karli losaði laxinn sig við svarta toby-inn og synti inn í sólarlagið. Skömmu seinna horfði ég á lax elta fluguna hjá mér alveg upp á grynningarnar þar sem hann réðist á hana en náði henni ekki, höggið var samt ansi vænt.

 Rétt áður en við fórum tók fallegur tveggja punda sjóbirtingur hjá mér, sem var fín sárabót eftir mikinn barning. Það þarf lítið til að gleðja mann. Birtingurinn tók Green Collie Bitch einkrækju. http://flugan.is/Default.aspx?modID=1&flID=237&tflId=200&vID=2661&id=42

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Trausti Hafliðason

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur10.942.0 Nei Green Collie Bitch
Myndir

Mynd0147
Ferjukotseyrar, 16...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Stefán Georgsson 19.08.2011 kl. 09:00.
Myndirðu mæla með Ferjukotseyrum? Verð í Borgarfirðinum um helgina og datt í hug að kíkja. Var mesta lífið kringum háflóðið?
Trausti Hafliðason 19.08.2011 kl. 12:31.
Já, það var mest að gerast í kringum háflóðið. Þar sem ég veit auðvitað ekki hvort þú hefur veitt þarna eða hvaða kröfur þú gerir þá er erfitt að svara því já eða nei hvort ég mæli með staðnum.Ef þér er sama þó áin sé lituð þá er þetta alveg ágætur kostur miðað við verð. Veiðisvæðið er lítið, sem er ágætt. Oftast er mesta lífið á stöðum 8 og 9. Svo er sjóbirtingurinn auðvitað að koma þarna núna.