Veiðistaður

Dags:
 14.09.2011 15:00 - 16.09.2011 13:00
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Ég fór með 5 vinnufélögum í Norðlingafljót 14.-16. september.  Ég veit ekki hvað ég á að segja.  Þetta er sleppitjörn og við núlluðum.  Ég er svo fúll að það eru ekki til orð yfir það.  Ekki nóg með það heldur vorum við með 4 stangir í gangi í 24 tíma.  Reiknið nú hversu mikill tími fór í að fá ekki fisk, setja ekki í fisk, fá ekki högg eða nart og sjá ekki eina einustu bröndu í ánni.  Veðrið var fullkomið, nóg vatn í ánni og allar aðstæður hinar bestu.  Nema við fundum enga laxa.  Við löbbuðum milli hylja og skimuðum þá alla og sáum enga hreyfingu, enga bylta sér enga skugga ekki neitt.  Svo skoðuðum við veiðibókina og veiðin í hana var ekki skráð í tímaröð sem var mjög furðulegt og ég sá ekki betur en að það vantaði hollið sem var á undan okkur sem átti að hafa tekið 13 laxa.  Ég sé heldur betur eftir peningnum sem fór í þetta.  Vonbrigðin eru mest því að allt annað var til staðar.  Flott gisting, falleg á, fallegir veiðistaðir og aðstaða öll með besta móti.  Ég hefði alveg getað sætt mig við að hafa núllað ef hollið hefði fengið sæmilega veiði.  Þá getur maður kennt sjálfum sér um eða talað um óheppni en þegar 6 veiðimenn finna ekki fisk í ánni þá finnst mér eitthvað mikið að.  Stundum er fiskurinn ekki í tökustuði en þá er alla vega spenna við að reyna að fá hann til að taka en þegar þú sérð ekki fisk þá finnst þér þú alltaf vera að bjóða vatni nýja og nýja flugu.  Já það sem átti að vera flottur endir á góðu veiðisumri endað sem mestu vonbrigði sem ég hef upplifað í veiði.  Ég held ég kíki í Meðalfellsvatn fyrir lok þess eða í eitthvað annað skemmtilegt vatn sem enn er opið og nái í fisk og skemmti mér 100 sinnum betur fyrir brotabrot af peningnum sem fór í þessa vitleysu.  Ég skora á menn að gúggla eitthvað nýlegt um Norðlingafljót.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: