Veiðistaður

Dags:
 04.06.2012 20:00-23:30
Staðsetning:
 Garðabær - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Mætti í fallegu gluggaveðri, þegar ég fór út úr bílnum var ég að spá í að hætta við enda rokið helst til mikið en fyrst ég var mættur þá dreif ég mig í gallann.  Ég fór lengra inn eftir suðurbakkanum en ég er vanur því enginn var í vatninu og ætlaði svo að "veiða mig í áttina að bílnum".  Ég byrjaði með sömu púpu og ég veiddi urriðann á tveimur dögum áður en svo fannst mér vatnið alltof gruggugt fyrir svona litla púpu.  Ég skellti því undir Collie Dog sem ég hnýtti sjálfur og veiddi fyrsta fiskinn minn í þessu vatni á.  Sá fyrir mér að seyði og síli væru örugglega að nýta sér gruggið til að fá sér bita og hætta sér lengra úr gróðrinum og stóru fiskarnir að nýta tækifærið að grípa þau ef þeir sjá til þeirra.  En ég var alltaf að fiska gróður.  Ég færði mig nær og nær bílastæðinu smá saman og svo eitt skiptið festi ég í gróðri og dró inn til að ná að kippa flugunni úr gróðrinum, þá losnar hún skyndilega og í sömu andrá kemur hörkukippur.  Einn urriðinn hafði séð "sílið" skjótast úr gróðrinum og sýndi svakaviðbrögð og negldi það.  Þessi urriði rétt náði pundinu og því örlítið minni en sá sem ég veiddi fyrir 2 dögum en sá bragðaðist svo vel að ég ákvað að hirða þennan líka.  Hann barðist ekkert rosalega mikið um a.m.k. ekki eins mikið og sá fyrri.


En á dauða mínum átti ég von á en að geta sagt eftirfarandi án þess að vera að ljúga: "Vífilsstaðavatn er það vatn sem hefur gefið mér mestan afla það sem af er sumri"!!!!  Það mun reyndar breytast fljótlega ;-) en þetta er alveg magnað.  Enn hefur mér ekki tekist að ná mér í bleikju í þessu vatni en urriðinn er að gefa sig og bragðast bara ágætlega ;-)

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.5 Hrygna Nei Collie Dog Suðurbakkinn

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: