Veiðistaður

Dags:
 15.06.2012 16:00 - 17.06.2012 12:30
Staðsetning:
 Vatnasvæði Selár - Norðausturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fórum í þriggja daga snilldarveiðiferð í vatnasvæði Selár (
http://veidikortid.is/Pages/155 ).  Ég set rétt vötn og læki í veiðistaði til að þurfa ekki að margskrá ferðina.  Þetta byrjaði rólega hjá mér.  Við fórum fyrst í Fossvatn og ég var síðastur til að fá fisk en það var 2 punda urriði (á rauðan nobbler) þannig að þegar hann kom þá var hann kærkominn :-) ég reyndi svo aðeins við Fossá en gekk ekkert þó ég hafi séð nokkra og þar af eina væna bleikju sem ég fældi all hressilega þannig að ég reyndi ekkert meira við hana.  Svo fórum við í Eiðsá þar sem ég náði einum pundara og tvo 100 gramma titti.  Ég sá fullt af fiski en í asnaskap mínum styggði ég þá alla.  Svo við ósa Eiðsá í Ölvesvatni tók ég eina 1.5 punda bleikju.  Allt í ánni og Ölvesvatnsbleikjan tóku Pheasant tail.  Svo röltum við í veiðikofann og fengum okkur að borða.  Eftir matinn fórum við á annan stað í Ölvesvatni og það var hreinlega ótrúlegt.  Veðrið var geðveikt, logn, spegill í víkum og smá gára fyrir utan, Sólsetur og allt alveg svakalega fallegt.  Uppitökur hér og þar og við byrjuðum að kasta.  Það er óhætt að segja að við lentum í ótrúlegu moki.  Ég tók 4 urriða og 12 bleikju frá 1-2 pund á Pheasant Tail og 5 bleikjur á Watson Fancy.  Ég var á tímabili með dropper á hjá mér, bæði Pheasant tail og Watson Fancy og eitt skiptið var ég með fisk á báðum flugunum :-)  Félagi minn fékk svipað magn, þriðji félagi okkar einhverra hluta vegna (hóst áfengi hóst hóst) fékk ekki eins marga en nokkra þó.  Fjórði félagi okkar svaf í kofanum en hann var aaaaalveg búinn á því eftir matinn. Við fórum því brosandi í kofann og skelltum okkur í bólið.  Daginn eftir fór ég í Fossvatn, einn félagi minn í Eiðsá og tveir félagar okkur fengu sér blautan morgunverð alveg fram að hádegi.  Ég núllaði en félagi minn hreinsaði upp Eiðsá alla fiskana sem ég hafði styggt daginn áður.  Eftir hádegismat fór sá félagi minn aftur í Eiðsá og hreinsaði restarnar en ég fór í Ölvesvatn á seinni staðinn sem við fórum kvöldið áður en blautu félagar mínir ætluðu svo að sækja mig á báti.  Þar tók ég 1 bleikju á maðk og 1 urriða og 3 bleikjur á Pheasant tail.  Félagar mínir sóttu mig svo og við sigldum út í eyju sem er þarna þar sem ég fann tvö gæsahreiður en kom mér fyrir á stað þar sem ég truflaði ekki gæsirnar.  Ég tók eina bleikju á maðk þar og eina bleikju á Röndina brúnu (
http://flugur.blog.is/album/kuluhausar/image/249298/) nema með bláum kraga en það er útfærsla Lalla (
http://www.veidibok.is/veidiferdir/skoda/1815 ) félaga míns.  Síðan sigldum við að Stífluvatnslæk og veiddum okkur upp hann.  Þar tók ég eina bleikju á Pheasant tail en svo komum við að vatninu og þar set ég fljótlega í eina svakalega bleiku á Pheasant tail (já við mættum gaurum með 5 punda urriða á leiðinni uppeftir sem tók maðk) en þessi bleikja var auðveldlega 3 pund en við sáum hana vel þegar hún tók rispu nánast ofan á vatninu framhjá okkur með þvílíkum látum og bombaði sér svo niður í dýpið og þá kom flugan fljúgandi upp á móti mér.  Þvílíkt svekk en þetta var stærsti fiskur sem ég setti í í þessari ferð.  Ég fékk flesta fiska af öllum en enginn var yfir 2 pundum.  Við Stífluvatn gekk mér ekkert en félagi minn fékk sinn fyrsta flugufisk á Pheasant tail sem ég gaf honum þegar ég gaf honum taum og festi allt kyrfilega á línuna hjá honum ;-) en við sáum ekkert annað líf þarna.  Þegar við vorum búnir að gefast upp þá kastaði ég út og eins og ég geri oft og byrjaði að rölta rólega í land.  En þá fæ ég nokkuð lausan kipp og ég dreg inn pundara bleikju sem tók rauðan nobbler.  Ég fór því sáttur með að hafa sigrað þetta vatn en svekktur að hafa misst þessa stóru bleikju.  Við siglum til baka og fáum okkur kvöldmat.  Eftir kvöldmat byrjaði að rigna þannig að við héldum okkur inni enda búið að vera rok allan daginn og ekki freistandi að skella sér út í rokið að viðbættri rigningu.  En svo stytti upp og lægði þannig að það leit allt vel út úti.  Ég var samt sá eini sem nennti að fara út þannig að ég rölti einn að ósinum þar sem Grunnutjarnarlækur rennur í Ölvesvatn.  Þar tók ég 2 urriða á maðk, einn á makríl en sá var á á sama tíma og annar urriðinn sem tók makril en ég tók líka eina bleiku á maðk.  Þá tók ég mig til og rölti upp Grunnutjarnarlæk, kastaði á eina lygnu sem leit vel út og tók einn 100 gramma urriða á Pheasant tail.  Þegar ég kom að Grunnutjörn þá var sólsetrið eins glæsilegt og það getur orðið og allt umhverfið stórkostlegt.  Þar setti ég í fína bleiku sem féll fyrir Pheasant tail eins og svo margir fiskar í þessari ferð minni.  Svo rölti ég til baka, tók nokkur köst í Ölvesvatn en dreif mig í veiðikofann til að gera að fiskunum og skella mér í háttinn.  Daginn eftir sváfum við lengur en fyrri nóttina en drifum okkur svo út í c.a. 2 tíma þar sem ég tók einn flottann urriða á rauðan nobbler í Fossvatni en einn félagi minn náði í bleikuna sem ég hafði styggt fyrsta kvöldið og það gerði hann í fyrsta kasti takk fyrir :-)  Þessi ferð var ekkert annað en tær snilld fyrir utan að kamarinn þarna er ekki mönnum bjóðandi og hundar sem fólkið í hinum veiðikofanum var með átu makrílinn okkar en þrátt fyrir það þá er þetta eitthvað sem ég mæli 100% með :-)  Við hirtum 88 fiska í heildina en lönduðum eitthvað yfir 100 fiskum en við vorum 4 að þessu og ég núllaði heilan morgun og félagi minn núllaði heilan dag en samt fengu allir yfir tug fiska.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði21.0 Nei Rauður nobbler Fossvatn
Urriði10.5 Nei Pheasant tail Eiðsá
Urriði20.1 Pheasant tail Eiðsá
Bleikja10.75 Nei Pheasant tail Ölvesvatn
Urriði21.0 Nei Pheasant tail Ölvesvatn
Urriði20.5 Nei Pheasant tail Ölvesvatn
Bleikja41.0 Nei Pheasant tail Ölvesvatn
Bleikja110.5 Nei Pheasant tail Ölvesvatn
Bleikja21.0 Nei Watson Fancy Ölvesvatn
Bleikja10.75 Nei Maðkur Ölvesvatn
Urriði10.5 Nei Maðkur Ölvesvatn
Bleikja11.0 Nei Maðkur Ölvesvatn
Bleikja10.75 Nei Röndin brún Ölvesvatn Með bláum kraga
Bleikja10.5 Nei Pheasant tail Stífluvatnslækur
Bleikja10.75 Nei Rauður nobbler Stífluvatn
Urriði21.0 Nei Maðkur Ölvesvatn
Urriði10.5 Nei makríll Ölvesvatn
Bleikja40.2 Pheasant tail Ölvesvatn gleymdi að nefna nokkra fiska sem ég sleppti í frásögninni að ofan en það voru 3 í mokveiðinni fyrsta kvöldið og 1 þegar ég var að bíða eftir bátnum
Urriði10.2 Pheasant tail Grunnutjarnarlækur
Bleikja11.0 Nei Pheasant tail Grunnutjörn
Urriði11.0 Nei Rauður nobbler Fossvatni
Bleikja30.5 Nei Watson Fancy Ölvesvatni

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Halldór Gunnarsson 17.06.2012 kl. 23:37.
Já sæll! Þetta er ekkert smá!! :-D
Sigurgeir Sigurpálsson 17.06.2012 kl. 23:44.
Þetta var bara gargandi snilld. Bróðurparturinn var fyrsta kvöldið og iPhone-inn minn kom að góðum notum við bókhaldið annars hefði ég aldrei getað skráð þetta rétt ;-)
Sigurgeir Sigurpálsson 18.06.2012 kl. 00:06.
Gleymdi að minnast á að fyrsta daginn notaði ég bara þristinn minn. Þannig að ég tók alla fiskana þann daginn á þristinn sem er bara snilld :-) Vildi óska þess að ég hefði sett í einn 4-5 punda þegar ég var með hann. Það hlýtur að vera geðveikt.
Halldór Gunnarsson 18.06.2012 kl. 00:08.
Holy crap ... að taka marga af þessum fiskum á þrist hlítur að hafa verið gaman. Hvernig er að komast að þessum vötnum ... eru þetta þokkalegir slóðar frá aðalveginum?
Sigurgeir Sigurpálsson 18.06.2012 kl. 00:24.
Við fórum á Grand Vitara upp að Ölvesvatni og það þurfti að fara varlega en svo löbbuðum við í allt nema Stífluvatn en við fengum leigðan bát og komum með lítinn utanborðsmótor með okkur og það dugði. En mér skilst að vegslóðarnir t.d. í Selvatn séu ekki færir nema vel upphækkuðum jeppum. Við létum ekkert reyna á það enda mikið stuð við vötnin sem voru í göngufæri. Lækirnir eru líka gargandi snilld. Þeir virka litlir og ómerkilegir en þeir eru stappfullir af fiski allt upp í 3 pund.
Halldór Gunnarsson 18.06.2012 kl. 07:17.
Næs ... spurning að maður prófi þetta
Sigurgeir Sigurpálsson 18.06.2012 kl. 10:11.
Endilega :-)
Stefán Orri Stefánsson 18.06.2012 kl. 12:56.
Vá, þetta hefur verið ævintýri. Nokkrir sigrar þarna ;-) Skagaheiðin er klárlega á listanum yfir veiðisvæði sem ég þarf að prófa, ásamt Arnarvatnsheiði og Grænlandi.