Veiðiferð skráð af: Sigurður Sigurðarson Mokveiði.is

Veiðistaður

Dags:
 26.06.2012 18:30-23:00
Staðsetning:
 Rétt hjá Laugarvatni - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Renndum tveir í Hólaá. Tekur um 50 min úr bænum ef farið er Mosfellsdalinn og nýja Lyngdsalsheiðarvegin. Sáum tvo Dani taka sitt hvorn fiskinn beint fyrir neðan bílastæðið á flugu og heyrðu af öðrum sem tók 5 á spún þarna um daginn. Veiddum bara á flugu. Sáum slatta af bleikju en hún var ekki að taka þrátt fyrir að við buðum þeim fjölmargar flugutegundir. Mikið af flugu í gangi. Núlluðum í þessari ferð.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Hálfskýjað

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Stefán Orri Stefánsson 27.06.2012 kl. 14:17.
Þetta hljómar kunnuglega. Ég hef stundum næstum stigið ofan á bleikjurnar þarna en þær eru tregari en andskotinn að taka hjá manni.
Sigurður Sigurðarson 27.06.2012 kl. 14:34.
Verðum við ekki að finna leyndardómin og deila Stefán :)