Veiðiferð skráð af: Guðmundur Hjalmar

Veiðistaður

Dags:
 09.07.2012 22:30-23:30
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Fór í dag að skoða en sá ekkert en fór aftur í kvöld, um leið og komið var niður að sjó sást hvar makrílinn var. Fullt af kríum var að dýfa sér ofan í sjóinn og í fyrstu hélt ég að hún væri að eltast við makrílinn. Svo sá ég að hún var á eftir því sama og makríllinn, liltum sílum/ seiðum sem voru þarna í torfum. Þegar torfurnar færðu sig færðu krían og makríllinn sig með. Það gekk alveg eftir að fiskurinn tók undir kríunni, annarsstaðar var ekkert að fá.

Enduðum með sex makríla, hirtum fjóra í beitu. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu stór og feitur hann er - finnst hann flottari en þeir sem ég fékk í fiskbúðinnni seinasta sumar.

Allt kom þetta á lítinn sílisspún sem glampar á í vatni. Ef honum var ekki sökkt nægilega kom krían í hann! Eitt skiptið komu þrjár í röð í spúnin og ég fékk allaveganna eina töku líka en sem betur fer festist krían nú ekki!

Þegar ég var að gera að fiskunum duttu sex sandsílí út úr einum þeirra! Það er greinilega sandsílið sem á hug hans allan. Tók myndir til samanburðar við spúninn.

Veður
veður Logn
Svalt (5°-9°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Guðmundur Hjalmar

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Makríll43.0 Nei Síldarspúnn
Makríll2 Síldarspúnn
Myndir

Comp2
Hafnarfjarðarhöfn*...
Comp3
Hafnarfjarðarhöfn*...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: