Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 10.07.2012 16:00 - 12.07.2012 13:00
Staðsetning:
 Dalasýsla - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fyrsta daginn byrjuðum ég og Stebbi í Leitishyljum og veiddum okkur niður eftir. Fórum heldur hægt yfir því eftir um 2 tíma ákvað ég að kíkja upp úr gilinu og sá þá bílinn u.þ.b. 50m fyrir aftan okkur. Fórum því uppúr gilinu og erum að labba eftir bakkanum þegar að við sjáum fisk neðst í Leitishyljunum. Það var smá gára á vatninu á þessum tíma. Stebbi kastar á hann og það stekkur annar á meðan og við orðnir nokkuð æstir að sjá loksins fisk. Þegar stebbi er búinn að lemja hylinn vildi ég fara neðar. Veit ekki hversu gáfulega ákvörðun það var. Veiddum okkur niður eftir en héldum áfram að fara mjög hægt yfir, enduðum í Veiðifoss, þar sem Stebbi sá einn lax til viðbótar. 
Þegar við komum í húsið áttuðum við okkur á því að við höfðum ekki náð að fara yfir nema svona 2/3 af neðra svæðinu og ekki komist á þá staði sem hollið á undan okkur hafði teki 6 af 8 fiskunum sínum. Frekar mikið klúður hjá okkur. 
Næsta morgun tókum við efra svæðið. Löbbuðum uppí efsta veiðistaðinn og veiddum okkur niður eftir. Ekkert gerðist fyrren við fórum aftur í Leitishyljina, þar voru nokkrir fiskar. Köstuðum á þá í dágóðan tíma, fengum nokkru sinnum smá viðbrögð en ekkert meira. Seinni vaktina löbbuðum við beint niður í ósinn og veiðum okkur uppeftir. Þegar við erum að labba meðfram bakkanum hjá veiðistað sem heitir Sjávarstreng sjáum við alltíeinu 3-4 fiska í hyl sem er sennilega ekki stærri en 2x2, fyrir neðan smá flúðir. Stebbi byrjar að kasta á þetta neðan frá og fær fisk til að taka en hann lekur fljótlega af. Ég veiddi svo hylinn ofan frá og frá hlið en fékk engin viðbrögð. Veiðum okkur áfram uppeftir og sjáum einn lax klestan upp við stein þegar við erum labba svolítið fyrir neðan Rósuhyl. Kastaði nokkru sinnum á hann án þess að fá viðbrögð og fældi hann svo þegar ég fór of nálægt honum. Veiddum næst Rósuhyl án þess að verða varir. Restina af vaktinni vorum við mest að veiði aðeins ofar en sáum engan fisk.
Seinustu vaktina vorum við á efra svæðinu. Fórum uppí Veiðifljót(?) og köstuðum á það. Þegar ég er að renna í gegnum hylinn í fyrsta skiptið er ég nokkuð vissum að ég hafi fengið högg en ég var orðinn svo vonlítill að ég brást ekki nógu snöggt við. Sáum fisk þarna í straumnum. Veiðum okkur svo niður eftir, flugufljótið var næst, þar sáum við amk 1 fisk en fengum hann ekki til að taka. Enduðum svo vaktina á að reyna enn einu sinni við fiskana í Leitishyljunum án þess að fá þá til að taka.
Jón reddaði ferðinni með því að taka einn fisk í Rósuhyl, hálftíma áður en við hættum.

Þetta var snilldarferð fyrir utan fiskleysið. Sáum fisk allstaðar í ánni en hann áatti mjög auðvelt með að fela sig og var mjög styggur. 1 fiskur á land og misttum 2. Ég var bara með flugustöngina, mest litlar flugur, 12-14, hefði kannski verið gott að vera með nokkrar 16-18. 

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: