Veiðiferð skráð af: Kjartan Páll Þórarinsson

Veiðistaður

Dags:
 16.07.2012 10:00-17:00
Staðsetning:
 Fjörður - Norðausturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Veiðiferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Vorum með allar fjórar stangirnar keyptar en tveir helltust úr lestinni þannig að ég og Alli sáum um að moka upp fiski. Keyrðum í sól og blíðu eftir jeppaveginum frá grenivík og tæpir 30 km tóku um klukkutíma að keyra. Stórbrotinn náttúra og virkilega gaman að koma þarna aftur eftir mína fyrstu ferð í Fjörður fyrir 18 árum síðan.
Veiðin gekk vonum framar. Vorum satt best að segja ekki sérlega bjartsýnir en þegar við hittum á það fóru hlutirnir að gerast. Reyndum fyrst nálægt ósnum og upp með árfarveginum í Hvalvatnslón. En staðurinn sem hlutirnir voru að gerast á var þar sem að lónið rann út í árfarveginn. Þar kastaði ég uppstreymis með tökuvara með krókinn undir. Bremsan bilaði á hjólinu mínu þannig að fyrir utan fyrstu tvo var allt dregið inn bremsulaust sem er bara gaman eftir á að hyggja. Tökurnar voru grunnar og losnuðu fiskarnir yfirleitt þegar þeir komu á land eða í háfinn. Á endanum var krókurinn orðinn ónýtur eftir 10 fiska en aðrir kúluhausar virtust líka gefa vel þannig að það kom ekki að sök.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Kjartan Páll Þórarinsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja81.030.0 Nei Krókurinn Hvalvatnsós
Sjóbirtingur12.035.0 Nei Krókurinn Hvalvatnsós Bitfar eftir sel
Bleikja11.5 Pheasant tail Hvalvatnsós
Bleikja21.525.0 Nei Pheasant tail Hvalvatnsós
Sjóbirtingur11.030.0 Nei Krókurinn Hvalvatnsós
Myndir

Fj r ur
Fjarðará í Hvalvat...
Fj r ur 1
Fjarðará í Hvalvat...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: