Veiðiferð skráð af: Gísli Harðarson

Veiðistaður

Dags:
 03.08.2011 07:00 - 04.08.2011 22:00
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Vesturbakki Hólsár (þar sem Rangárnar falla til sjávar) með pabba, Oddi og Hrólfi.

Pabbi eyddi fyrstu vaktinni á bifreiðaverkstæði á Hellu, þar var sennilega meira spennandi en þetta veiðisvæði.
Kjúklingabúsklóakfroðan kom stundum fljótandi framhjá með tilheyrandi lykt. Steypustyrktarjárnin stóðu út úr sumum veggbrotunum sem búið var að sturta á bakkann til að verja hann niðurbroti. Minkur á vappi. Enginn raunverulegur veiðistaður. Sandskafrenningur eftir botninum.
Hrólfur tók minnir mig 5 laxa á spún. Pabbi veiddi 2 og Oddur eitthvað líka.

Hingað hef ég ekki áhuga á að fara aftur.

Veður
veður Rok
Hlýtt (10°-14°)
Skýjað

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: