Veiðiferð skráð af: Gísli Harðarson

Veiðistaður

Dags:
 27.08.2010 16:00 - 29.08.2010 13:00
Staðsetning:
 Norðausturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Laxá með pabba

Ég missti 20 pundara í Brúarstrengnum. Hann stökk einu sinni rétt eftir tökuna og sýndi sig allan. Hann synti svo upp allan strenginn, síðan niður aftur, gegnum Brúarhylinn, fram af flúðinni/fossinum og niður í Hólmakvísl. Þar var hann alveg við hólmann (c.a. 60-70 metra úti í ánni). Svo náði ég að koma honum að mínum bakka og horfði á hann í vatninu á c.a. hálfs meters dýpi, 3 metra frá bakkanum þegar flugan kom fljúgandi upp úr dýpinu og ég sá skuggan líða rólega aftur út í strauminn. Missti hann eftir 24 mín. Annars var veiðin ekki mikil og býsna kalt (um 6°C en fór í 3°C um kvöldið). Reyndar hlýrra síðustu vaktina enda komin sunnanátt og þá var komin 12°C hiti um hádegi.

Pabbi varð álíka mikið var og ég í síðustu ferð (sem sagt ekkert) og þessi fiskur var það eina sem ég varð var við. Svo sáum við mjög lítið af fiski. Oddur og Óli (sem þú þekkir ekki) voru með hina stöngina á móti okkur. Þeir settu í 6 fiska, sem allir nema einn smálax, duttu af eftir mjög stuttan tíma. Þeir settu hins vegar báðir í stóra drjóla.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: