Veiðistaður

Dags:
 15.09.2012 15:00-20:00
Staðsetning:
 Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsnes. - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Ég var búinn að ganga frá stönginni fyrir veturinn þegar mér bauðst að veiða á bændadegi í Laxá í Miklaholtshreppi um helgina ásamt Steina bróður. Við ókum niður með ánni eins og við þorðum á fólksbíl, líklega hálfa leið frá þjóðvegi niður að ós, byrjuðum þar að veiða og unnum okkur upp eftir. Engir merktir staðir eru í ánni og þar sem við höfðum takmarkaðan tíma og hvorugur okkar var þarna kunnugur var frekar erfitt að meta hvernig best væri að fara yfir svæðið. Áin var vatnsmikil eftir rigningu dagana á undan og flæddi yfir bakkana á stöku stað.


Við urðum ekki varir þar sem við byrjuðum en um 7 leytið færðum við okkur ofar í ána, skammt frá veiðimörkum við þjóðveginn. Þar styggðum við einn fisk en í næsta hyl þar fyrir ofan hafði áin grafið sig djúpt undir bakkann. Steini kastaði þar fyrst og í þriðja kasti var hann á. Fiskurinn synti um hylinn og tók margar rokur en eftir nokkrar mínútur synti hann svo niður í næsta hyl. Við hlupum á eftir og náðum honum svo þar, flottum fisk ca. 4,2 pund, og maríulaxinn hans Steina. Ég tók svo næsta kast í hylinn og strax var bitið á. Það var minni fiskur sem barðist eins og óður væri - í tvær mínútur en þá gafst hann upp. Þessi lax rétt skreið yfir tvö pund og er sá smæsti sem ég hef séð. En ég var nú ánægður með hann fyrir því :)

Við hættum stuttu eftir þetta, sáttir við daginn og aflann.

Veður
veður Gola
Svalt (5°-9°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax11.0 Hrygna Nei Maðkur Ofarlega í ánni

Veiðimaður: Steinar Örn Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax12.157.0 Hrygna Nei Maðkur Ofarlega í ánni Mögulega sjóbirtingur en dæmdum hann lax :-)
Myndir

Laxa miklaholtshreppi1
Laxá í miklaholtsh...
Laxa miklaholtshreppi2
Laxá í miklaholtsh...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Guðmundur Hjalmar 18.09.2012 kl. 22:33.
Er stærri fiskurinn ekki sjóbirtingur? Ég held að það sé óalgengt að laxar séu með doppur á neðri hlutanum.
Halldór Gunnarsson 18.09.2012 kl. 22:42.
Var einmitt að spá í þessu sama ... hann er voðalega sjóbirtingslegur allavega. Fallegir fiskar samt sem áður.
Stefán Orri Stefánsson 18.09.2012 kl. 22:48.
Jú það gæti alveg verið, við vorum ekki vissir því hann er jú vel doppóttur. Sporðurinn og kjafturinn á þessum tveimur fiskum var hins vegar nánast eins þannig að við létum hann bara njóta vafans og kölluðum hann lax! Ekki að það skipti svo sem neinu máli, þetta var flottur fiskur sama hvers lenskur hann var :)
Guðmundur Hjalmar 19.09.2012 kl. 00:00.
Einmitt! Fallegur fiskur og það er það sem skiptir máli!
Steinar Örn Stefánsson 19.09.2012 kl. 11:25.
Ég grandskoðaði hann þegar ég kom heim með þessa mynd til hliðsjónar og ég gat ekki verið 100% Doppurnar og stirtlan eru eins og á sjóbirtingi en sporðurinn og augnstaðan eins og á laxamyndinni. En það skiptir auðvitað ekki öllu máli, fallegur fiskur bara :)
Oddur Þorri Viðarsson 19.09.2012 kl. 15:33.
Sjóbirtingur í mínum bókum. Nú eða þá hinn frægi laxbirtingur!
Sigurgeir Sigurpálsson 20.09.2012 kl. 01:13.
Vel gert strákar :-)