Veiðiferð skráð af: Ólafur Marteinsson

Veiðistaður

Dags:
 30.04.2013 10:00-18:00
Staðsetning:
 Borgarfjörður - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Happadrættisvinningurinn á RISE kvikmyndahátíðinni hefur verið notaður og var það dagur í vorveiði í Grímsá. Þurfti að panta með góðum fyrirvara svo ég næði að fara milli túra á sjónum. Svo ekki var hægt að stilla sig inn á hlýjindadag.

Það var leiðinda kaldi og -1 meira og minna allan daginn. Erfitt að vera við í svona kulda en við létum okkur þó hafa það að halda áfram og skoða ána.

Það fraus í lykkjum og var ekki hægt að kasta nema í 5mín áður en þurfti að berja úr til að reyna aftur. Sáum hvergi fisk nema í Viðbjóði og náðum að særa upp 2 þar, fleiri fiskar voru þar og misstum við nokkra.

Allt í allt, góður túr og örugglega gaman að koma þarna í betra veðri og gæti ég trúað að haustveiðin sé skemmtilegri :)

Veður
veður Kaldi
Frost (<0°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Ólafur Marteinsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur10.945.0 Hængur Nei Bleikur nobbler Viðbjóður
Urriði10.637.0 Hængur Nei Fluga: Sunna Viðbjóður

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: