Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 17.05.2013 22:00 - 18.05.2013 01:00
Staðsetning:
 Þingvellir - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Ætlaði að heilsa upp á einn höfðingja en hann lét ekki sjá sig. Prófaði Pallinn og beggja vegna í Vatnskotinu, endaði í eyjunni út af pallinum. Sá mikinn fjölda veiðimanna en sá engann taka fisk. Fann hins vegar gemsa og ef einhver kannast við símann þá má hann hafa samband við mig og nálgast hann hjá mér. Síminn var á eyjunni og orðinn nokkuð blautur en það er aldrei að vita með þessa gömlu Nokia síma, þeir þola helling. Ég er að þurrka hann núna en batteríið er búið þannig að ég get ekki tékkað hvort hann sé í lagi. Þetta var annars þrælgaman en vindurinn var heldur of mikill og þegar hann bætti enn í sig og kom með rigningu með sér þá gafst ég upp á þessu og fór heim. Hirti símann og box sem hefur sennilega innihaldið beitu á sínum tíma. Boxið fór í ruslið en síminn er eins og ég segi í þurrkun hérna hjá mér. Skelltu kommenti hér að neðan ef þú átt símann.

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Skúrir
Myndir

Iphone4 050
Þingvallavatn, 17....
Iphone4 051
Þingvallavatn, 17....
Iphone4 052
Þingvallavatn, 17....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: