Veiðistaður

Dags:
 06.08.2013 21:00-23:00
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Veiddi frekar lítinn kafla af ánni. Mikið líf en mestallt tittir. Sá samt einn svaðalegan bolta en hann sá mig fyrst og brunaði niður ánna þannig að ég gat ekki kastað á hann. Lék mér með þristinn minn og þurrflugu og sá þá oft reyna við hana en aðeins einn hitti hana og var ekki lengi að hrista sig af. Þannig að ég endaði á að núlla þarna en þetta er mjög gaman og lærdómsríkt. Ég fer varlegar að bakkanum næst ;-)

Veður
veður Logn
Hlýtt (10°-14°)
Sól

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Jón Viktor Gunnarsson 08.08.2013 kl. 00:47.
Maður sá oft mikið af löxum þarna á haustin í den , var sá stóri ekki bara lax ;)
Sigurgeir Sigurpálsson 08.08.2013 kl. 08:55.
hehehe þori ekki að staðfesta það en ég svo sem sá ekki hvaða tegund þetta var. Það var komið rökkur en þegar ég skoðaði staðinn sem hann hafði verið á þá var hann nokkuð djúpur þannig að þar hefði getað legið ansi stór fiskur. Lætin í honum þegar hann brunaði niður ánna voru samt það mikil að ég trúi ekki að hann hafi verið minni en 3 pund sem er alveg stærðin á sumum smálöxum. Svo gæti ég alveg trúað því að hann hafi verið mun stærri en þá hætta allir að trúa mér ;-) Ég hefði alla vega verið í skemmtilegum málum ef ég hefði sett í hann með þristinum mínum það er alveg ljóst.
Halldór Gunnarsson 08.08.2013 kl. 12:02.
Þetta hefur pottþétt verið lax ... eða segjum það bara ;-)
Sigurgeir Sigurpálsson 08.08.2013 kl. 14:54.
Hehehe ok samþykkt ;-)