Veiðistaður

Dags:
 25.08.2013 20:30-22:00
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór við þriðja mann í Hlíðarvatn í Selvogi en þar hef ég einu sinni áður veitt. Það var ekki margmenni í vatninu þó það hafi verið frítt að veiða þennan dag.

Veðrið var fallegt og ekki vantaði lífið í kringum mann þar sem við vorum í Botnavík. Fiskur töluvert að sýna sig en ekki tókst okkur að plata hann í þetta skiptið. Var mest með púpur en prófaði líka einhverjar straumflugur og svo spún að lokum þegar ég var hættur að sjá nógu vel til að kasta flugunni.

Ég á örugglega eftir að heimsækja þetta vatn aftur síðar.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Skúrir
Kort:
Myndir

2013 08 25 20.32.38
Hlíðarvatn í Selvo...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: