Veiðistaður

Dags:
 01.09.2013 12:30-20:30
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fór með félaga mínum með skömmum fyrirvara. Höfðum hvorugir komið í þessa á áður og vorum oft í vandræðum með að finna veiðistaði. Lærðum mikið af þessari ferð. Skemmtilegir veiðistaðir í þessari á en erum á því að hún væri æðisleg silungsveiðiá. Ég var alltaf að sjá fiska þó að félagi minn hafi nánast alltaf misst af þeim :-) Það skipti hann engu máli þar sem hann setti í og langaði 3,9 kílóa og 74 cm hlunk. Vel leginn en nægur kraftur í honum. Félagi minn landaði honum og sagði mér að hann hefði séð annan koma upp rétt fyrir neðan þar sem þessi tók. Ég sagði svona í gríni að ég myndi bara ná í hann. Ég var með þýska snældu eins og félagi minn þannig að þetta var alveg öruggt ;-) Nema hvað í fyrsta eða öðru kasti fæ ég þungt högg og ég bregð við en þá finn ég að flugan losna og fiskurinn stekkur upp úr. Nnnnnneeeeeeeeeeeeeeiiiiiiiiiiii!!!!!!!!!!! AAAAAndskotinn!!!! Þetta hefði verið geðveikt flott saga ef ég hefði landað þessum. Flottur var hann, silfraður og fallegur en mun minni en sá sem félagi minn landaði. Dagurinn endaði án þess að ég fengi fisk og félagi minn fékk ekki fleiri. Ég var samt alltaf að sjá fiska stökkva og bylta sér. Drullugaman í þessari ferð og smá svekkelsi að hafa ekki krækt í þennan fallega fisk.

Veður
veður Kaldi
Hlýtt (10°-14°)
Rigning
Myndir

Iphone4 011
Þverá í fljótshlíð...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: