Veiðiferð skráð af: Gísli Harðarson

Veiðistaður

Dags:
 31.08.2013 15:00 - 01.09.2013 13:00
Staðsetning:
 Borgarfjörður - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Norðurá II (Símastrengur(168) upp að Fornahvammsbrú (209)) með Sigga Ingvars. Vorum með eina stöng.
Eftir miklar rigningar og flóð í ánni þar sem vatnshæðarmælirinn við Stekk fór í 140 rúmmetra á sekúndu vorum við í fallandi vatni og í raun bara flottu vatnsmagni uppi á fjallinu. Smá litur á ánni fyrst og áin köld. Mín ágiskun að uppi á fjallinu hafi vatnsmagnið verið 15-20 rúmmetrar á sek. Ekki mikill vindur, norðlægur. Við veiddum nánast eingöngu með sökktaumum, en prófuðum svotil allar stærðir af flugum. Sáum aldrei neitt líf nema kolsvarta stubba reyna að stökkva Króksfoss árangurslaust.
Ég náði einum nokkuð legnum stubbi í Poka fyrir neðan Króksfoss rétt fyrir níu um kvöldið. Sennilega minnsti lax sem ég hef veitt og hann náði ekki alveg 3p markinu.
Um morguninn var svo talsverður norðan blástur og 4°C. Það var kalt en hlýnaði aðeins þegar leið á daginn og vindurinn fór niður í eitthvað viðráðanlegra. Siggi fékk urriðatitti (37 og 40 cm) í Hlíðarstreng á SRS túbu og sleppti báðum.
Fórum svo smá í Neðri Ferjuhyl (177) og þar sá ég einn stökkva mjög langt niðurfrá.
Við enduðum seinni vaktina í Símastreng sem við slepptum á fyrri vaktinni.
Ég notaði switch-stöngina nánast eingöngu og fannst það tilvalið verkfæri til að kasta nokkuð langt. Ef það hefði verið minna í ánni hefði á mörgum stöðum ekki verið hægt að nota svona stóra stöng.
Gaurarnir með hina stöngina sem seldist (3. stöngin var óseld) fengu 3 fiska í Olnboga (201) en þar sáum við Siggi aldrei neitt.
Eftir að hafa pakkað saman þá brast á með úrhelli þegar við keyrðum frá veiðihúsinu og við ókum í grenjandi rigninu heim eftir ágætis ferð.

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Gísli Harðarson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax11.4557.0 Hængur Nei Black Sheep Poki (183) Með gamalt og vel gróið sár á hliðinni, hugsanlega eftir sel
Myndir

Nor%c3%b0ur%c3%a1 vatnsmagn 20130820 20130902
Norðurá, 31.08.201...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: