Veiðistaður

Dags:
 16.09.2013 15:00-20:30
Staðsetning:
 Snæfellsnes - Vesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Mér bauðst að fara með Steina bróður að nýta bændadag í Laxá og þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Veðrið var þó ekki upp á marga fiska því það var bálhvasst allan tímann. Flugustöngin fékk því að hvíla sig í þetta skiptið og við notuðum bara maðkinn.

Við fórum þarna í fyrra og ákváðum að byrja í sama hyl og við enduðum þá. Þar gengum við strax fram á fisk og reyndum við þá í nokkurn tíma áður en við ákváðum að hvíla staðinn og kíkja neðar í ána. Sú ferð var ekki til fjár svo við enduðum síðasta rúma klukkutímann þar sem við byrjuðum.

Þegar farið var að skyggja fékk ég loksins högg á maðkinn. Ég hélt fyrst að þetta væri einhver tittur því átakið var mjög lítið. Eftir stutta stund tók hann þó við sér og ég sá bráðum að þetta var fínasti fiskur. Hann tók nokkra hringi um hylinn og tók vel í en fór loksins á afar hægri siglingu niður með ánni. Við eltum og náðum honum skömmu neðar, 65cm og 5,5 punda hrygnu.

Steini tók þá við stönginni og kastaði á svipaðan stað og þessi hafði tekið. Eftir nokkrar mínútur tók annar hjá honum en hann var bara á í nokkrar sekúndur og náði ekki að festa sig. Fljótlega eftir það var myrkrið skollið á og við hættum. Góður endir á annars slöku veiðisumri en vissulega hefði verið gaman að ná þessum seinni líka!

Veður
veður Rok
Kalt (0°-4°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax12.7365.0 Hrygna Nei Maðkur Tálknlús
Myndir

Dsc08012
Laxá í Miklaholtsh...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Sigurgeir Sigurpálsson 17.09.2013 kl. 21:52.
Glæsilegur fiskur :-)