Veiðiferð skráð af: Ásgeir Ástvaldsson

Veiðistaður

Dags:
 04.08.2009
Staðsetning:
 Við Neskaupstað - Austurland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór með tengdó í Norðfjarðaránna fyrir austan og þetta var ágætisferð.

Fengum ágætisveður og svona. Byrjuðum niður í ósum og drógum

upp nokkrar bleikjur. Ætli stærsta hafi ekki verið svona 2 pund.

Færðum okkur svo ofar því þar var meiri laxavon. Ég byrjaði í hyl

sem ég hafði fengið lax í í síðustu veiðiferð. Ég reyndi nokkrar flugur

á hann en ekkert gekk. Ákvað svo að prufa stóra svarta túbu og

það var við manninn mælt, þessi helvíti fíni lax á. Þreytti hann líklega

í 10-15 mínútur og hann var alveg dauðuppgefinn og bara kominn

tími á landa honum. Heyrðu, þá bara gaf 7 punda taumurinn sig og

hann bara synti vankaður rólega í burtu.... En ágætisferð þrátt fyrir

það og fínt að setja í lax þarna í hverri ferð.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Rigning

Afli

Veiðimaður: Ásgeir Ástvaldsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja34.0 Nei Fluga Ós

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: