Veiðiferð skráð af: Jón H. Eiríksson

Veiðistaður

Veiðistaður:
Dags:
 27.05.2014
Staðsetning:
 Þingvellir - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Mættur í seinna fallinu í þetta skiptið. Vatnskotið fyrir valinu. Kominn út í vatn um 10:30. Sunnan andvari og mikil tilhlökkun í gangi! Birkið komið vel á veg! Einhver Þingvallaprófessorinn sagði mér fyrir mörgum árum að það tæki því ekki að rembast við kuðungableikjuna fyrr en Birkið færi að taka við sér!! Heilmikið til í því. Svona er veiðin.. lesa í umhverfið endalaust. Yndislegt!

Gekk stystu leið út í vatn! Setti strax í öðru kasti í eina sæta, pund+. Fyrsta bleikjan þetta vorið og brosað allan hringinn. Sterk og ekki laust við að smá skjálfti gerði vart við sig meðan Shimano fimman og gamla abu hjólið mitt sáu um verkið. Færði mig svo fljótlega um set í hina bryggjuvíkina. Þar voru tveir veiðimenn fyrir og þeir veittu mér góðfúslegt leyfi að planta mér við hliðina á þeim. Mikið skrafað og bækur bornar saman. Það góða við þjóðgarðinn er að ef maður er í stuði fyrir félagsskap þá eru flestir mjög vingjarnlegir og deila reynslu og veiðistað með glöðu geði. Síðan ef menn vilja vera út af fyrir sig þá er mjög auðvelt að rölta í einhverja víkina og láta lítið fara fyrir sér. Stundum gerast veiðiævintýrin þannig.... ganga þar til laus vík finnst!!

Þarna gerðust kraftaverkin.. Fékk eina alvöru fljótlega sem reif út af hjólinu þannig að söng í ryðguðu bremsuverkinu. 45 Centímetrar og ca. 1,2 kg. Snilld. Allert the media... vorið komið... bið ekki um meira.. :-) Farinn heim! Glætan! Fljótlega eftir þetta var kominn tími á hádegishlé. Steinsofnaði í bílnum eftir næringu og rumskaði um hálf fimm!! Fór aftur á sama stað. Tómlegt í þjóðgarðinum og ég hafði Vatnskotið út af fyrir mig. Hér ákveður Veiðigyðjan að ekki sé nóg komið og eftir að hafa misst tvær vænar þá fæ ég eina Þingvallakusu sem fékk mig til að skjálfa.. Tók þvílíkt á því og ætlaði bara ekki að gefa sig. Var með langan taum og tökuvara - Hef veitt í Þingvallavatni síðan ´98 og aldrei komist upp á lag með þetta tökuvaradæmi en hef aðeins verið að þreifa mig áfram með það síðastliðin tvö ár. Versta við tökuvarann er hversu erfitt getur verið að háfa ef taumurinn er langur!! En þetta hafðist og viti menn... 48 cm og ca. 1,5 kg! Þær verða örugglega ekki margar fleiri svona þetta vorið! Gleðihrópin sem ómuðu voru bara fyrir Vatnskots Himbrimahjónin... þau svöruðu til baka með hæðnislegum hlátri! Eftir mælingar, myndatökur og aðeins að ná andanum þá var kastað á ný. Viti menn... fljótlega rífur í línuna og það fór ekki á milli mála að eitthvað sterkt var á endanum! Eftir smá átök þá fara að renna á mig tvær grímur. Fannst þetta eitthvað skrítið og var farinn að gruna að það væri á báðum önglum hjá mér! Og þannig var... eftir stuð þar sem tvær kuðungableikjur rifust um í hvora áttina átti að fara þá tókst mér að háfa fyrst þessa efri og svo þessa neðri! Þetta hefur gerst áður fyrir mig í þessari vík fyrir margt löngu og einhver staðar er til veiðisaga á prenti um það ævintýri. Hvarflaði ekki að mér að ég ætti eftir að upplifa slíkt fjör aftur. Báðar bleikjur um 0,7 kg. Magnað. Í lokin færði ég mig svo í víkina þar sem ég byrjaði og endaði daginn á því að taka tvær svipaðar þeirri og ég hafði byrjað daginn með!! Fullkominn veiðidagur að kveldi kominn!

Þessi frábæri dagur endaði svo á enn betri nótum þar sem ég fann forláta flugustöng og fluguhjól sem einhver hafði gleymt á bílastæðinu. Þar sem ekki höfðu verið margir á ferli þennan dag í Vatnskotinu grunaði mig að annar tveggja veiðimannanna sem ég hafði hitt fyrr um morguninn hefði gleymt þessari stöng. Með smá útsjónasemi þá tókst með hjálp þess sem var með honum og er vel þekktur þingvallaveiðimaður að hafa upp á eigandanum og stöngin komst í réttar hendur. Það var mikið gleðiefni.

Veður
veður Gola
Svalt (5°-9°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Jón H. Eiríksson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja11.548.0 Nei Fluga Vatnskot Skuggi st. 10
Bleikja11.245.0 Nei Fluga Vatnskot Skuggi st. 10
Bleikja20.7 Nei Fluga Vatnskot Skuggi st. 10
Bleikja30.5 Nei Fluga Vatnskot Skuggi st. 10
Myndir

P5270063
Þingvallavatn, 27....
P5270067
Þingvallavatn, 27....
P5270071
Þingvallavatn, 27....
P5270073
Þingvallavatn, 27....
Jon2medbleikjua
Þingvallavatn, 27....
2oghalfspundableikjajon
Þingvallavatn, 27....
P5270066
Þingvallavatn, 27....

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst:

Athugasemdir
Eiður Valdemarsson 04.06.2014 kl. 20:19.
Flott hjá þér jón og vel skrifað... Kv Eiður
Smári Björn Þorvaldsson 04.06.2014 kl. 21:25.
Stórskemmtileg og vel heppnuð veiðiferð hjá þér. Vel gert :)