Veiðiferð skráð af: guðmundur g ludviksson

Veiðistaður

Dags:
 01.06.2014 - 07.06.2014
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Skrapp nokkrum sinnum í vikunni í Hólmsá svona skreppistundir á kvöldin frá 1 klst í 4 tima..þarna læðist maður um..á hnjánum og gerir allt rólega hljóðlega og yfirvegað..litlar óþyngdar púpur,,,gráar,svartar með pínu rauðu eða hvítum skeggbrúsk,ekki langan taum (því þá stanslaust fastur í trjám og gróðri) :-)
Tók þarna nokkra góða sólbrennda urriða...frá 35-67 cm (1,5kg-3,5kg) svona 2 til 4 fiska per ferð.
Gerði reyndar tilraun með þurrflugu (no 18) og var með 3pd taum þegar setti í nokkuð vænan fisk sem teymdi mig niður ánna um hálfan km..og jafnvel þurfti að fara úr strigaskónum(já,engar vöðlur,bara slétt á strigaskónum:) og vaða yfir til að losa festu utanum stein sem hann hafdi komið sér undir..bara vá hvað þessi fiskur lét hafa fyrir sér..athöfn sem tók um hálftíma..og þegar loksins komst að teygja mig niður bakka til að losa úr honum,þá slitnað taumurinn alveg við fluguna,svo ef einhver fær þarna 6-7 punda urriða sem slæst almennilega og er með nokkuð þykka pheasant tail afbrigði í kjaftinum...þá bið að heilsa..með þökkum fyrir síðast :)
hirti tvo í vikunni til að smakka...og skoða æti,ástand osfrv.
Eru nokkuð pattaralegir(virðist í góðu æti) sólbrenndir og sællegir,,í maganum bobbar,allskonar púpur og flugur..frekar smátt,svart brúnleitt og svo einstaka brúnar lirfur með ljósum röndum en mjókka bæði í fram og afturendan? frekar stór kvikindi !

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: guðmundur g ludviksson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði13 púpur litlar hólmsá sleppti flestum mældi nokkra,lengsti um 67 cm

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: