Veiðiferð skráð af: Sigurgeir Sigurpálsson

Veiðistaður

Dags:
 28.09.2015 14:00 - 30.09.2015 13:00
Staðsetning:
 Suðurland, 100 km frá Reykjavík. Ytri Rangá rennur í gegnum Hellu. - Suðvesturland
Veiði:
 Laxveiði
Lýsing

Fórum sjö saman úr vinnunni minni. Fyrsta vakt boðaði gott. Mikið af fiski út um allt en mikið rosalega var hann tregur að taka. Oft var maður að veiða "sjónveiði" þar sem maður sá fiskinn og bauð honum allt sem manni datt í hug en hann leit ekki við því. Mér tókst samt að setja í tvo fiska á þessari vakt sem börðust hressilega gegn mér í c.a. korter hvor áður en þeir náðu að losa sig. Í bæði skiptin alveg að fara að gefa sig. Þetta voru c.a. 7 punda fiskar og því var ég frekar svekktur að missa þá en gaman að fá þó bardagana. Daginn eftir sáum við fisk út um allt en ekkert gekk hjá mér. Fékk ekki nart og var heldur betur svekktur því það nær ekki nokkurri átt hvað það er mikið af fiski þarna. Segir mér bara það að ég á helling eftir ólært í straumvatnaveiði. Svo rann upp síðasti dagurinn og við byrjuðum hann í Djúpósi og þar var aftur fullt af fiski en ekkert gekk hjá mér. Þegar vaktin var c.a. hálfnuð plataði ég liðið með mér í Hrafntóftir en þá voru allir í hollinu komnir á blað nema ég og Hödd vinnufélagi minn. Þar voru fullt af fiskum eins og á fleiri stöðum félagi minn fékk strax lax og ekkert gekk hjá mér. Þegar klukkutími var eftir af vaktinni ákvað ég að prófa maðkinn. Allir fiskarnir nema einn höfðu komið á maðk og þessi eini á flugu sem ég var búinn að prófa í þaula. En ekkert gekk hjá mér í fyrstu. Ég kastaði út um allt þar sem ég sá til fiska og þar sem ég sá ekki til fiska. Svo þegar c.a. hálftími var eftir af vaktinni fer ég á einn stað þar sem ég hafði séð fiska stökkva allan tímann 3 metra frá landi. Ég kastaði á þá og fór að spjalla við tvo félaga mína. Ég tók ekki eftir því en færið mitt rak niður ánna og þar sem ég var ekki með tauminn lausan til að renna niðureftir þá nálgaðist hann land og var líklega rétt einn til einn og hálfan meter frá landi þegar ég finn nart. Ég segi við félaga mína að það sé verið að narta í stöngina. Við horfum á stöngina og svo sjáum við nartið aftur koma. Ég tók eftir því að þau komu í pörum, nart nart....nart nart....nart nart. Þannig að ég beið eftir næsta narti og brá þá við og reisti stöngina og hann var á takk fyrir. Þriggja punda hrygna sem var tiltölulega nýgengin og flott, full af hrognum og falleg. Ekki stór en bjargaði túrnum fyrir mér. Ég ákvað að reyna aftur alveg eins. Kastaði 3 metra út og lét færið berast að landi. Viti menn fljótlega var nartað aftur og ég beið og reisti stöngina við næsta nart og hann var á. Önnur alveg eins hrygna, munaði 10 grömmum á þeim við vigtun. Hödd var ekki komin á blað og vonin var að hún fengi maríulaxinn í þessari ferð. Ég lét hana því fá stöngina mína og kasta á sama stað og gera alveg eins. Eftir stutta stund kom nart, hún reisti stöngina og hann var á. SViparð stór hængur og hrygnurnar mínar. Hún beit veiðiuggann af og allir komust á blað. Ferð sem stefndi í að vera misheppnuð fyrir mig a.m.k. endaði sem snilldarferð :-) Eina svekkið var að fatta þessa tækni og þennan stað svona seint í ferðinni.

Veður
veður Kaldi
Hlýtt (10°-14°)
Skúrir

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Lax11.5 Hrygna Nei Maðkur Hrafntóftir
Lax11.5 Hrygna Nei Maðkur Hrafntóftir

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: