Veiðiferð skráð af: Hafþór Óskarsson

Veiðistaður

Dags:
 02.04.2016 10:30-14:30
Staðsetning:
 Kjós - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Laugardaginn 2. apríl ákvað ég að skella mér í veiði að Meðalfellsvatni. Var mættur við vatnið snemma morguns í stillu og kulda en jókst vindurinn eftir því sem á leið morguninn.Fyrsta val var Orange Nobbler nr. 12 og barði ég hann í klukkustund án þess að verða var.

Síðan reyndi ég nokkrar aðrar flugur án árangurs og skipti þá yfir í flotlínu og notaði litla hvíta púpu með svörtum kúluhaus og þá loks kom höggið. Fallegur Urriiði gleypti agnið og hvarf veiðihrollurinn, eftir langan vetur, með það sama.

Þó nokkrir veiðimenn voru á svæðinu og gaman var að sjá hvað menn eru áhugasamir svo snemma veiðitímabils. Meðalfellsvatn er skemmtileg veiðiperla í aðeins 40 mínútna fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og því mjög hentugt veiðisvæði heim að sækja.

Veður
veður Kaldi
Kalt (0°-4°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Hafþór Óskarsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.5 Hvít púpa með svörtum kúluhaus
Myndir

11139443 10154188504453534 7565339246428642615 n
Meðalfellsvatn, 02...
12932721 10154188504583534 36816961860674993 n
Meðalfellsvatn, 02...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: