Veiðistaður

Dags:
 29.05.2010
Staðsetning:
 Rétt hjá Laugarvatni - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Vorum mættir á bakkann á slaginu 12. Skiptum liði, stefán fór upp með ánni og ég niður með henni. Var með flotlínu og langan taum og dropper. Veiddi mig nokkuð rólega niður með ánni, án þess að verða var við fisk. Veiddi svo einn hylinn aftur upstream. (þar sem áin tvístrast). Hélt svo áfram niður eftir og fékk eitt högg aðeins neðar en náði ekki að bregðast nógu skjótt við. Áin þarna var svolítið hröð. Labbaði svo niður með ánni, bakkinn er svolítið hár á löngum kafla þarna þannig að maður sá ágætlega yfir ánna en sá engan fisk. Veiddi mig samt aftur upp ánna. Svo hringdi stebbi og sagðist vera búinn að finna bleikju. Gekki því uppeftir til hans, þar er áin allt öðruvísi, eintómar breiður og rólegur straumur. Köstuðum á þessar bleikjur það sem eftir var dags án þess að verða varir. Held að Stebbi hafi klárað allt fluguboxið sitt en ég var bara í peacock, Kibba og blóðorm.
Þegar við vorum að fara sáum við eina bleikju vera að éta í yfirborðinu (sú fyrsta sem ég sá) þar sem maður kemur að ánni. Köstuðum á hana og fengum hana til að elta en vildi ekki taka.

Veður
veður Gola
Hlýtt (10°-14°)
Sól

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: