Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 19.06.2018 13:00-16:00
Staðsetning:
 Patreksfjörður - Vestfirðir
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Alltaf langað til að prófa þetta vatn, var staddur með fjölskyldunni í bústað á Tálknafirði og ákvað því að nota tækifærið. Fórum hjónin með tíu mánaða guttann og ellefu ára dúlluna mína. Það er mjög sérstakt að sjá bæði hvítan sand í árbotninum þar sem rennur úr vatninu og hvítar strendur við vatnið sjálft. Það var dálítið hvasst en fljótlega fékk ég högg á straumfluguna Stirðu eftir að hafa reynt nokkrar pöddur. Við færðum okkur svo að ósnum þar sem rennur í vatnið og sáum strax að þar var líf. Fiskurinn virtist ekki ætla að sýna neinn áhuga, ekki fyrr en ég setti Krókinn undir, föst taka, rokur, stökk og þvílík læti. Klárlega urriði, hann vó um eitt og hálft pund en mjög sterkur miðað við það. Eftir þetta fékk ég tvær ágætis grillbleikjur á sömu flugu. Merkilega hraustur og sprækur fiskur í þessu vatni svona hlutfallslega séð og mjög skemmtilegur að eiga við. Ég ætla hugsanlega að gera mig að kjána og skjóta á að ég hafi fengið sjóbleikjur þótt snemmt sé, þær voru bara það silfraðar og kröftugar, svo veit ég ekkert hvernig staðbundna bleikjan þarna lítur út. Ég held að ég hafi sett met í að missa fiska, en ég missti örugglega tíu bleikjur til viðbótar og auðvitað voru þær mikið vænni en allir hinir fiskarnir, það er bara regla.

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði10.8 Hængur Nei Krókurinn Efri ósinn Nr. 12
Sjóbleikja10.5 Hrygna Nei Krókurinn Efri ósinn Nr. 12
Sjóbleikja10.5 Hængur Nei Krókurinn Efri ósinn Nr. 12
Myndir

Img 3331
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3352
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3351
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3346
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3356
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3355
Sauðlauksdalsvatn,...
Img 3344
Sauðlauksdalsvatn,...
Blo%cc%81m
Sauðlauksdalsvatn,...

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: