Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 26.09.2018 15:00 - 28.09.2018 13:00
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Óflokkað
Lýsing

Geirlandsá er sennilega ein skemmtilegasta á sem ég hef veitt, við fórum í vor og gerðum hörkuveiði og ákváðum að kíkja í haustveiðina líka. Í haustveiðinni eru möguleikar á að finna fisk alla leið upp að Hagafossi. Í þetta skiptið var heppnin ekki alveg með okkur, þannig er það bara í veiðinni. Við þekkjum Geirlandið ekki alveg nógu vel heldur, þeir staðir sem við skönnuðum þarna uppfrá voru frekar líflausir að því er virtist, en fallegir voru þeir. Eftir á að hyggja hefðum við átt að fara lengra og skoða meira. Sökum bílavandræða vorum við dálítið seinir á staðinn og eyddum fullmiklum tíma á dekkjaverkstæði á Selfossi. Ferðin var samt ekki fisklaus, hollið náði í sjö fiska. Þar á meðal laumaðist ein lítil bleikja með sem veiddist rétt neðan við Ármótahyl. Hitt var allt birtingur. Sjálfur náði ég tveimur birtingum og sá sem gladdi mest var átta punda bolti sem tók Squirmy Wormy. Við töldum að Geirlandsáin hefði þurft smá rigningu til að komast almennilega í gang, enda bárust fréttir af miklum fiskgöngum í Vatnamótum Skaftár. Seinni fiskurinn kom á Black Ghost, báðir fengust í Ármótahyl. Það var samt ekki laust við að fiskur gerði vart við sig, með smá lukku hefðum við getað gert ágætis veiði. Hinsvegar get ég ekki kvartað, tveir flottir birtingar á land, glæsilegt umhverfi, frábær félagsskapur, æðislegur matur og allt of mikill fíflagangur. Svona á að slútta veiðisumrum og nú þegar erum við farnir að plana næsta sumar. Að sjálfsögðu heimsækjum við Geirlandið aftur, annað væri bara rugl og bull.

Veður
veður Kaldi
Kalt (0°-4°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbirtingur14.0 Hrygna Nei Squirmy Wormy Ármótahylur
Sjóbirtingur11.6 Hængur Nei Black ghost Ármótahylur

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: