Veiðiferð skráð af: arcustangens

Veiðistaður

Dags:
 09.06.2019 21:00-23:30
Staðsetning:
 Rangárþing - Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Hlýtt í veðri til að byrja með, smá bára á vatninu. Það voru um 10 við veiðar. Lygndi upp úr 22.30 og var eiginlega stafalogn í klukkutíma. Fiskurinn sýndi sig grimmt, mikið af fiski í vatninu.

Eftir að hafa spjallað við fleiri veiðimenn yfir kvöldið sýndi það sig að enginn hafði náð að landa meira en pundara. Ýmist mjög grannar tökur eða áhugaleysi fiska, flestir voru að reyna peacock, langskegg, pheasant tail, krókinn og vívó. Einn sagðist hafa fengið töku á nobbler. Ætla að reyna tökuvara næst.

Veður
veður Logn
Hlýtt (10°-14°)
Sól

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: