Veiðiferð skráð af: Halldór Gíslason

Veiðistaður

Dags:
 18.06.2019 07:00-23:00
Staðsetning:
 Undir Helklurótum, Suðurlandi - Hálendið
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Opnun á Sauðafellsvatni - kalt og rok.

Vatnið stóð ekki alveg undir Paradísarlýsingunni sem því var gefið í þetta skipti en gerir það vonandi fyrir aðra.

Ég var greinilega sá eini sem hafið keypt leyfi og við vorum því einir með vatnið allan opnunardaginn.

Okkur sýndist að það væru 2 kaflar(ekki langir) á austur og vesturbökkum vatnsins þar sem hægt væri með góðu móti að ná út í marbakkan. Þannan dag var þó erfitt að ná út þar sem okkur þótti líklegast til árangurs vegna roks.

Líklega verður nokkuð þétt setið við þessa 2 kafla ef allar 5 stangirnar seljast.

Á svæðinu er vagn/kofi með salerni en var á þessum tíma vatnslaus og enga fötu að finna þar til að hella vatni í salernin - einnig vantaði bæði sóp til að hreinsa til eftir að hafa farið inn í vagninn og ekki síður leiðbeiningar um tilgang og notkun vagnsins. Einnig mætti setja þar bók og eða/kort þar sem menn gætu skráð upplýsingar fyrir þá sem síðar koma.

Við biðum spenntir eftir því að hitta á veiðivörsluna, hún lét ekki sjá sig og við ákváðu því að leita að henni í Áfangagili en þar var engann að finna.

Yfir daginn kom cirka klukkutími þar sem þægilegt var að kasta á móti vindi á vesturbakkanum þar sem þægilegast var að ná út í marbakkan - við urðum ekki varir og sáum ekkert. Reyndum einnnig nokkuð á hluta austurbakkans þar sem hann kemur að suðurbakkanum(að mestur virðist vera mjög langt út af suðurbakkanum.)

Veltum aðeins fyrir okkur verðlagningu og markaðssetningu svæðisins þar sem dagurinn er mun dýrari en í Veiðivötn þar sem hægt er að komast i mun Paradísarlegri aðstæður fyrir fluguveiði. Vonum innilega að það muni rætast fyrir þá sem á eftir koma en erum ólíklegir til að endurtaka þessa tilraun.

Veður
veður Kaldi
Svalt (5°-9°)
Skúrir
Kort:

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: