Veiðiferð skráð af: Diddi Eðvarðs

Veiðistaður

Dags:
 03.07.2019 20:00 - 05.07.2019 19:30
Staðsetning:
 Suðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Árleg Hlíðarvatnsferð með góðu fólki, lítið um fisk. Hann virtist halda sig vestan megin í vatninu. Staðir sem áður gáfu eins og Hlíðarey, Hjalltangi og Mölin gáfu ekkert. Bornavíkin og Austurnes gáfu best, einnig sást fiskur í Djúpanefi. Blekjan var að koma seint á kvöldin í Botnavíkina og einn úr hópnum lét minkinn ræna sig. Það er alltof mikið af mink við þetta vatn og alveg kominn tími á að hreinsa aðeins til. Það er óvenjulegt að sjá svona mikið af honum við bakkana. En það er veisla í einhverju óðalinu núna sem mun standa yfir lengi, enda fiskurinn á að giska 6 pund og merkilegt að svona lítið kvikindi geti dröslast burt með þetta ferlíki. Sjálfur gerði ég ágætis veiði, fór þetta á þrjóskunni enda hefði ég annars endað með ekkert. Ég hirti 4 vænar bleikjur og sleppti nokkrum smærri.

Veður
veður Gola
Heitt (>=15°)
Hálfskýjað

Afli

Veiðimaður: Diddi Eðvarðs

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja70.4 Pheasant tail Botnavík og Austurnes
Bleikja21.2 Hrygna Nei Pheasant tail Botnavík
Bleikja11.5 Hrygna Nei Pheasant tail Botnavík
Bleikja10.7 Hrygna Nei Pheasant tail Botnavík

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: