Veiðiferð skráð af: Sigurgeir Sigurpálsson

Veiðistaður

Dags:
 12.07.2019 17:00 - 14.07.2019 15:00
Staðsetning:
 Óflokkað
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór í fyrsta skipti upp á Arnarvatnsheiði. Fór með son minn og mágkonu, svila og eldri syni þeirra. Við fórum á norðurhlutann. Veiðin byrjaði rosalega vel. Eftir ekki svo langan tíma beit á hjá mér með þvílíkum látum (á stóran Rektor). Þar var á ferð 5 punda urriði sem lét öllum illum látum áður en hann játaði sig sigraðan. Ég var á bátnum mínum og var í stökustu vandræðum með að snúa mér rétt til að berjast við hann en þetta tókst. Sonur minn tók svo einn pundara á leiðnni í land (á orange nobbler) en þetta var á Arnarvatni stóra. Daginn eftir gekk mér ekkert en sonur minn tók eina bleikju sem var með svakalega hryggskekkju en hafði þó lifað góðu lífi því hún var mjög feit og pattaraleg. Hann tók hana á flotholt og rauðan blóðorm. Hún var rúmlega 2 pund. Seinna um daginn prófuðum við Austur Grandalón og þar fékk sonur minn einn pundara á ólífugrænan nobbler. Síðasta daginn fórum við í Vestur Grandalón og þar fékk ég eina 2 punda bleikju á ólífugrænan nobbler.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði12.5 Hrygna Nei Rektor Arnarvatn stóra stór rektor
Bleikja11.0 Hrygna Nei Nobbler Vestur Grandalón Ólífugrænn

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: