Veiðiferð skráð af: Sigurgeir Sigurpálsson

Veiðistaður

Dags:
 23.07.2019 15:00 - 25.07.2019 15:00
Staðsetning:
 Landmannaafréttur - Hálendið
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór með hópi fólks í Veiðivötn. Við byrjuðum í Snjóölduvatni. Þar var nóg af fiski. Ég fékk fjórar litlar bleikjur á stuttum tíma og það var nóg fyrir mig. Var ekki kominn í Veiðivötn til að veiða litlar bleikjur. Get farið frítt í murturnar á Þingvöllum ef mig langar í svoleiðis ;-)

Svo var farið í Litla Breiðavatn. Þar fékk ég 3-4 högg, missti einn en náði ekki að landa neinum.

Daginn eftir fórum við í Rauðagýg og þar fékk ég aftur 3-4 högg en ekkert gekk hjá mér. Við fórum svo í Stóra Hraunvatn í Augað og þar gekk ekkert. Við rúlluðum svo í Hellavatn. Þar fékk ég högg og svo sá ég eitt gott skvamp í einni víkinni. Kastaði á það og hann var á. Lítill tittur sem fékk líf. En skvampið hafði verið mikið þannig að mig grunar að stærri fiskur hafi verið þarna en þar sem litli fiskurinn reyndi að bjarga sér með því að fara inn í helli í víkinni þá þurfti ég að halla mér vel yfir vatnið með stöngina til að koma í veg fyrir að flugulínan yrði ekki fyrir hnjaski í hrauninu og þá var sá stóri örugglega farinn...ef hann var þarna. Síðan fórum við í Litla Skálavatn. Þar tók ég fimm stykki, þrjá í litlu pytlunni þar og tvo í vatninu sjálfu. Sá stærsti nartaði í fluguna hjá mér og í næsta inndrætti aftur þannig að ég brá við. Svo kom í ljós að ég húkkaði hann í tálknin. Við rúlluðum svo í Grænavatn, þar var ekkert að frétta og enduðum svo á Síldarplaninu í Stóra Fossvatni og þar var heldur ekkert að frétta. Fórum þá aftur í Litla Skálavatn og já ég tók flugufiskana í seinni ferðinni í Litla Skálavatn :-)

Síðasta daginn fórum við í Pytlurnar. Þar setti félagi minn í stærsta fisk ferðarinnar sem því miður sleit hjá honum. Annars var enginn fiskur yfir 2 pund sem var frekar svekkjandi en það komust allir á blað sem er besta mál. Ekkert var að frétta að öðru leyti í Pytlunum nema að einu sinni þegar ég var að fara að kasta og flugan var í vatninu alveg við bakkann þá kom stór drjóli úr dýpinu og ætlaði að taka fluguna mína en ég sá það ekki fyrr en ég var búinn að kippa flugunni upp og byrja kastið. Mjög svekkjandi og þó ég kastaði flugunni strax út fyrir aftan fiskinn þá rauk hann bara í dýpið aftur og sást ekkert meir. Ég rölti svo áfram að Litla Skálavatni og tók þar tvo í viðbót í litlu pytlunni þar.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Sigurgeir Sigurpálsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Bleikja30.3 Nei Pheasant tail Bátsvík í Snjóölduvatni
Bleikja10.3 Nei Watson Fancy Bátsvík í Snjóölduvatni
Urriði10.4 Black ghost Hellavatn
Urriði20.75 Hrygna Nei makríll Pytlan í Litla Skálavatni
Urriði20.5 Hængur Nei makríll Pytlan í Litla Skálavatni
Urriði11.0 Hængur Nei Black ghost Litla Skálavatn
Urriði10.4 Hængur Black ghost Litla Skálavatn
Urriði10.3 makríll Pytlan í Litla Skálavatni

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: