Veiðiferð skráð af: Pétur Sig

Veiðistaður

Dags:
 02.08.2020
Staðsetning:
 Á mörkum austur- og vestur-Húnavatnssýslna - Norðvesturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Fór í Hópið í fyrsta sinn, í leit að sjóbleikju. Varð ekki fyrir vonbrigðum.

Ég lagði bílnum á slóðanum vestan megin við Nesvík á Bjargásnum og gekk þaðan út að Bjargtá. Ég kom mér niður af ásnum og arkaði út að ós. Ég hafði tímasett veiðina þannig að ég væri á ósasvæðinu í fjöru. Ég veiddi farveginn við ósinn til baka að Bjargtá. Ég landaði 2 sjóbleikjum eftir svakalega baráttu og missti svo þá þriðju þökk sé því að fyrri tvær höfðu sveigt krókinn á flugunni. Ég prófaði að setja undir þyngda Bleik og Bá en hún komst aldrei nógu djúpt sökum straumsins í farveginu. Ég ákvað því að prófa almennilega þyngda flugu og setti því undir Black ghost fish skull zonker. Ég kastaði henni vel upp í strauminn og leyfði henni að sökkva almennilega áður en ég byrjaði að strippa. Viti menn, hún var tekinn með látum um leið og ég byrjaði að strippa inn og kom þessi líka fallegi birtingur á land.

Löng ganga en vel þess virði. Bleikjurnar börðust eins og birtingar. Stukku og veltu sér í yfirborðinu og rifu út línu eins og ég veit ekki hvað. Í alla staði góð ferð.

Veður
veður Logn
Heitt (>=15°)
Sól

Afli

Veiðimaður: Pétur Sig

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Sjóbleikja11.06547.0 Hrygna Nei Alda Bjargaós
Sjóbleikja11.145.0 Hrygna Nei Alda Bjargaós
Sjóbirtingur11.64550.0 Hængur Nei Black ghost Bjargaós Fish skull zonker
Urriði10.10.0 Alda Bjargaós
Urriði10.10.0 Orange nobbler Bjargaós

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: