Veiðiferð skráð af: Stefán Orri Stefánsson

Veiðistaður

Dags:
 27.06.2010
Staðsetning:
 Sunnan Kirkjubæjarklausturs - Suðausturland
Veiði:
 Silungsveiði
Lýsing

Var í bústað í nágrenni Kirkjubæjarklausturs og renndi við á Efri-Vík (Hótel Laka) til að horfa á HM. Tók nokkur köst eftir leikinn. Byrjaði vestan megin í vatninu en færði mig á austurbakkann fljótlega.

Missti fljótlega væna bleikju á bleika&bláa. Náði hins vegar tveimur litlum urriðum skömmu seinna á bleikan dýrbít. Sá seinni barðist um á hæl og hnakka og kom mér á óvart að hann var ekki nema hálft pund kominn upp á land. Sleppti honum fullviss um að hann eigi eftir að slíta tauma og brjóta stangir þegar fram í sækir :-)

Víkurflóð virkar skemmtilegt vatn og ég sá mikið af fiski þarna. Vatnið er þó grunnt og talsverður gróður í því, gæti trúað að það verði leiðinlegt þegar líða fer á sumarið.

Veður
veður Kaldi
Hlýtt (10°-14°)
Skýjað

Afli

Veiðimaður: Stefán Orri Stefánsson

TegundFjöldiKgCmKynSleppt?AgnVeiðistaðurAthugasemd
Urriði20.25 Dýrbítur Austurbakkinn Bleikur
Myndir

27062010 004
Víkurflóð, 27.06.2010

Viltu deila þessari ferð með öðrum? Sendu þeim póst: