Úlfljótsvatn er afrennsli Þingvallavatns, 4 km2 og um 20 metra djúpt. Meðaldýpi þess er um 4.7 metrar. Mikill straumur er í vatninu og úr því fellur Sogið.
Sömu bleikjuafbrigði veiðast í vatninu og í Þingvallavatni, þ.e.a.s. kuðungableikja, sílableikja, dvergbleikja og murta. Urriði veiðist einnig og getur orðið afar stór.
Vesturbakki Úlfljótsvatns, fyrir landi Bandalags íslenskra skáta, er inni í Veiðikortinu að undanskildu svæðinu frá ósum Fossár að Úlfljótsvatnsskirkju.
Hægt er að kaupa stök veiðileyfi hjá Útilífsmiðstöð skáta.
Staður | Dagsetning | Fjöldi fiska | Lýsing | |
---|---|---|---|---|
Úlfljótsvatn | 01.08.2020 | 0 | Veitt við Kirkjuna og Ve... | Skoða veiðiferð... |
Úlfljótsvatn | 16.08.2019 | 0 | Svæði 5, ekkert að frétt... | Skoða veiðiferð... |
Úlfljótsvatn | 18.07.2019 | 0 | Hefur einhver einhverntí... | Skoða veiðiferð... |
Úlfljótsvatn | 23.05.2019 | 0 | Svæði 2 og svæði 4 prófu... | Skoða veiðiferð... |
Úlfljótsvatn | 19.05.2019 | 0 | Var á veiðisvæði 1 næst ... | Skoða veiðiferð... |