Sæki veðurspá...
Lítil og viðkvæm á. Veiðisvæðið er um 10km langt, 1.5km fyrir neðan fossa og 8km fyrir ofan.
Í ánni eru skráðir 22 veiðistaðir. Mesta veiðin er í fossunum, Bárðarfoss og Kliffoss. Mest veiðist á maðk í ánni.
Veiðistaðirnir eru: Steinkirkja, Kletthylur, Brúarhylur, Fossbreiða, Bárðarfoss, Pallurinn, Seldalshylur, Húshylur, Steinbryggja, Kliffoss, Klakhúsbreiða, Jónsmið, Réttarholtshylur, Stórihjalli, Móhylur, Grænihjalli, Túnhylur, Sandvað, Efri-brú, Áramótahylur, Árneshylur og Hamarinn.