Elliðavatn er víðfrægt veiðivatn steinsnar frá höfuðborginni. Úr þeim renna Elliðaár til sjávar. Vatnið hefur verið kallað háskóli fluguveiðimannsins.
Börn 0-12 ára og reykvískir ellilífeyrisþegar mega veiða frítt í Elliðavatni. Vatnið er innan vébanda Veiðikortsins frá árinu 2013.
Í vatninu er bæði staðbundin bleikja og urriði. Urriðinn hefur sótt á undanfarin ár og er orðinn uppistaðan í afla stangveiðimanna. Bleikjan hefur látið undan síga eins og víðar á suðvesturlandi. Óvíst er um orsakir niðursveiflu bleikjustofnsins en heyrst hafa kenningar um óhagstætt hlýnandi veðurfar og nýrnasjúkdóma. Þegar líða tekur á sumarið gengur lax í vatnið um Elliðaárnar og veiðast nokkrir slíkir á hverju sumri. Laxinn gengur síðan áfram í Hólmsá og Suðurá og hrignir að hausti.
Elliðavatn er skipt í 3 veiðisvæði (sjá kort undir Myndir að neðan). Þegar keypt er leyfi er eitt svæðanna valið.
Kort og veiðistaðalýsing frá Geir Thorsteinssyni
Elliðavatn verður innan Veiðikortsins frá sumarinu 2013. Veiði hefst á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2014.
Staður | Dagsetning | Fjöldi fiska | Lýsing | |
---|---|---|---|---|
Elliðavatn | 27.05.2019 | 0 | Byrjuðum í stífri norðan... | Skoða veiðiferð... |
Elliðavatn | 05.05.2019 | 0 | Stutt stopp aðeins til a... | Skoða veiðiferð... |
Elliðavatn - Fyrir landi Vatnsenda | 30.04.2019 | 1 | Skoða veiðiferð... | |
Elliðavatn - Fyrir landi Elliðavatns | 27.04.2019 | 0 | Gustur og rigning á köfl... | Skoða veiðiferð... |
Elliðavatn - Fyrir landi Elliðavatns | 25.04.2019 | 1 | Yndislegt að hefja veiði... | Skoða veiðiferð... |