Elliðavatn
Veðurspá
Sæki veðurspá...Sæki veðurspá...

Elliðavatn er víðfrægt veiðivatn steinsnar frá höfuðborginni. Úr þeim renna Elliðaár til sjávar. Vatnið hefur verið kallað háskóli fluguveiðimannsins.

Börn 0-12 ára og reykvískir ellilífeyrisþegar mega veiða frítt í Elliðavatni. Vatnið er innan vébanda Veiðikortsins frá árinu 2013.

Í vatninu er bæði staðbundin bleikja og urriði. Urriðinn hefur sótt á undanfarin ár og er orðinn uppistaðan í afla stangveiðimanna. Bleikjan hefur látið undan síga eins og víðar á suðvesturlandi. Óvíst er um orsakir niðursveiflu bleikjustofnsins en heyrst hafa kenningar um óhagstætt hlýnandi veðurfar og nýrnasjúkdóma. Þegar líða tekur á sumarið gengur lax í vatnið um Elliðaárnar og veiðast nokkrir slíkir á hverju sumri. Laxinn gengur síðan áfram í Hólmsá og Suðurá og hrignir að hausti.

Elliðavatn er skipt í 3 veiðisvæði (sjá kort undir Myndir að neðan). Þegar keypt er leyfi er eitt svæðanna valið.

  1. Elliðavatn fyrir landi Vatnsenda
  2. Elliðavatn fyrir landi Elliðavatnsbæjarins ásamt Helluvatni
  3. Hólmsá, Suðurá, Bugða, Silungapollur og Nátthagavatn

Kort og veiðistaðalýsing frá Geir Thorsteinssyni

Elliðavatn verður innan Veiðikortsins frá sumarinu 2013. Veiði hefst á sumardaginn fyrsta, 24. apríl 2014.

Veiðitímabil:
 24.04 - 15.09
Veiðileyfi:
 Veiðikortið
Fjöldi stanga:
 Ótakmarkaður
Verð á veiðileyfi:
 
Tegund veiði:
 Silungsveiði
Leyfilegt agn:
 Fluga, maðkur, spúnn.
Staðsetning
Lýsing:
 Reykjavík
Landshluti:
 Suðvesturland
GPS-hnit:
 64.0879,-21.7819
Hæð yfir sjávarmáli:
 77 metrar
Akstursleiðbeiningar:
 Suðurlandsvegur, beygt í átt að Heiðmörk við Rauðhóla.
Kort:
Sigurður Sigurðarson 25.04.2010 kl. 10:47.
Mjög gott kort og veiðistaðalýsing frá Geir Thorsteinssyni http://www.arvik.is/?c=webpage&id=65
Ellidavatn kort Dsc02970 Psx 20180727 001834 Psx 20180610 234223 Psx 20180610 232922 Psx 20180607 002522 Psx 20180607 003249 Psx 20180607 003000 Psx 20180606 182042 Img 20180606 203952 Psx 20180531 225855 Psx 20180531 225610 Psx 20180528 220427 Psx 20180528 220640 Psx 20180526 182711 Image Image Image Elli%c3%b0avatn 18 6 Image Image Image 1 2 3 4 5 6 7 Dsc 0592 Img 20140525 142536 (1) 1907343 10154198861440061 2908786826692778617 n 10300513 10154198872100061 5421397509518178961 n %c3%beurrfluga 003 Imgp0333 Imgp0318 (2) Imgp0327 (2) 2014 04 26 12.40.26 Capture 20130823 ellidavatn 1 20130823 ellidavatn 2 Dsc05085 Dsc05123 006 Dsc02977 Dsc02975 20130614 234425 947057 10152925577245061 1906686988 n 1005945 10152925607330061 616467976 n 943075 10152925579035061 644296984 n Helluvatn 29 ma%c3%ad Img 0965 Urri%c3%b0ar 942344 4916022621942 732446446 n 20130521 140220 10.05.13 elli%c3%b0avatn 01 001 Ab Urr!  mg 1975 Elli avatn 21.ma  2012 Img00167 20120429 2039 Urriell Urrisili Mynd0143 Ellidavatn urridi Img00010 20110725 2333 Urriellida2 Urriellida Ellidavatn Ellidavatn2004 Img 1086 Img 1091 26020 378241622075 666492075 3897718 6423971 n Dsc02320
Nýlegar ferðir í Elliðavatn
Staður Dagsetning Fjöldi fiska Lýsing  
Elliðavatn - Fyrir landi Vatnsenda 15.05.2022 1   Skoða veiðiferð...
Elliðavatn 31.08.2021 1 Rigning og logn..frábært...  Skoða veiðiferð...
Elliðavatn 27.08.2021 1 fínt veður..setti í fisk...  Skoða veiðiferð...
Elliðavatn - Fyrir landi Elliðavatns 06.08.2021 0 Prófaði í Helluvatni og ...  Skoða veiðiferð...
Elliðavatn 28.07.2021 5 Með börnum til 15, með b...  Skoða veiðiferð...
Allar veiðiferðir
Vinsælar flugur og beitur:
Aflatöflur
Urriði
495
Bleikja
163
Blekja
20
Sjóbirtingur
10
Lax
6