Veiðivötn eru vatnaklasi á Landmannaafrétti sem samanstendur af allt að fimmtíu vötnum, bæði smáum og stórum. Mörg vötnin eru sprengigígar sem mynduðust í Veiðivatnagosinu 1477. Í vötnunum er mikil urriðaveiði en bleikju hefur einnig fjölgað á síðustu árum, sérstaklega í þeim vötnum sem eiga samgang við Tungnaá. Urriðinn í vötnunum þykir sérstaklega vænn og er af ísaldarstofni, þ.e. sjóbirtingur sem lokaðist inni við lok síðustu ísaldar.
Helstu veiðivötnin eru:
Sumarið 2007 veiddust tæplega 13 þúsund urriðar og 8 þúsund bleikjur á stöng. Meðalþyngd fiskanna var um 1,5 pund.
Upplýsingar um veiðileyfi og leigu skála má finna á veidivotn.is
Staður | Dagsetning | Fjöldi fiska | Lýsing | |
---|---|---|---|---|
Veiðivötn | 23.07.2020 | 4 | Fór með frænda mínum og ... | Skoða veiðiferð... |
Veiðivötn | 09.07.2020 | 7 | Skoða veiðiferð... | |
Veiðivötn | 23.07.2019 | 12 | Fór með hópi fólks í Vei... | Skoða veiðiferð... |
Veiðivötn | 09.07.2019 | 6 | Fórum tveir, fengum 15 f... | Skoða veiðiferð... |
Veiðivötn | 09.07.2018 | 14 | Fórum 2 og fengum 24 fis... | Skoða veiðiferð... |